Rabb-a-babb 187: Kristín
Nafn: Kristín Guðmundsdóttir.
Árgangur: 1979.
Fjölskylduhagir: Maður og fjögur börn.
Búseta: Hvammstangi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Dóttir Ragnheiðar og Guðmundar. Alin upp lengst af í Reykjavík.
Starf / nám: Garðyrkjubóndi og garn-litari. Lærður vefhönnuður samt.
Hvað er í deiglunni: Sá og planta í Skrúðvangi gróðurhúsi og halda áfram að byggja upp Vatnsnes Yarn.
Rabbið:
Hvernig nemandi varstu? Meðalnemandi. Hefði örugglega gert betur væri ég ekki svona sveimhuga.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Fruntalega ljót fermingarfötin og hittingur vinanna um kvöldið.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi lengst af. Þar á eftir og ennþá, er það ekki ákveðið.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Brúni bangsinn minn, blöðin og litirnir.
Besti ilmurinn? Af nýslegnu.
Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Útum gluggann á Hvammstangabrautinni. Rafmagnað móment.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Pearl Jam og fleira í grunge geiranum.
Hvernig slakarðu á? Með því að gera eitthvað sem mér finnst vera skemmtilegt.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ahh.. horfi ekki á sjónvarp, er frekar í einhverju þáttaglápi. Friends anyone?
Besta bíómyndin? Horton hears a Who. Því mér líkar textinn í myndinni. Og svo er hún skemmtileg.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Ég fylgist ekkert með íþróttum en allir sem sýna æðruleysi þrátt fyrir að vera bæði ákveðin, staðföst og með skýrt markmið sem unnið er að, eiga aðdáun mína.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Virðist vera með ósýnilegan en mjög powerful radar á hvar allt er að finna. Fólk flykkist að mér eins og mý að mykjuskán til að fá að njóta þessarar snilligáfu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Skúffukakan.
Hættulegasta helgarnammið? Helgarnammi?.. Alla daga M&M. Er að reyna að hætta.
Hvernig er eggið best? Hrært.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fljótfærnin. Hún er reyndar bæði kostur og galli.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirförult fólk og fólk sem getur ekki verið einlægt.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Aldrei er ein báran stök. Af því að það er satt.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Bláir strigaskór með hvítri rönd sem ég fékk þegar ég var um 4 ára.
Þú vaknar einn morgunn í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Jón Jónsson, ég myndi vera glöð og syngja allan daginn.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Brené Brown og allar bækurnar hennar. Vegna þess að ég hef mikinn áhuga á mannlegu eðli.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Glimrandi.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ragnhildi Gísla, Páli Óskari og Elizabeth Gilbert. Ég myndi biðja þau að kenna mér allt sem þau kunna.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Í skógræktina fyrir ofan bóndabæinn ömmu og afa (Breiðabólsstaður í Ölfusi). Man ekki eftir að hafa komist í aðra eins ró og nánd við náttúruna og þá.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Flutningarnir.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu… Gefið að nú er búinn að vera vetur í hundrað ár, þá myndi ég fara til heitra landa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.