Vinjettuhátíð á Hólum í Hjaltadal

Ármann Reynisson. Mynd: Ari Magg
Ármann Reynisson. Mynd: Ari Magg

Ármann Reynisson er fæddur árið 1951 og hefur tekið virkan þátt í menningar- og viðskiptalífi á Íslandi allt frá því hann snéri heim frá Englandi að loknu námi við London School of Economics. Feykir hafði samband við Ármann og fékk að heyra aðeins um hans bakgrunn og þá list að skrifa vinjettur, sem hefur undið upp á sig frá því að fyrsta bókin kom út árið 2001.

„Í ágúst árið 2000 var ég skyndilega knúinn af innra krafti, að setjast niður. Án þess að setja mig í nokkrar stellinga varð til sagan Hrafninn ungi rituð á þessu stutta franska sagnaformi sem kallast Vinjetta,“ sagði Ármann meðal annars í viðtali í Feykisblaði vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir