Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi 17. júní

Frá 17. júní hátíðarhöldum á Blönduósi. Mynd/Róbert Daníel Jónsson.
Frá 17. júní hátíðarhöldum á Blönduósi. Mynd/Róbert Daníel Jónsson.
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Blönduósi 17. júní. Að venju verður boðið upp á ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar. Hefðbundin skrúðganga verður farin frá SAH Afurðum að Félagsheimilinu og hefst hún klukkan 13:30. Síðan verður hátíðardagskrá á Bæjartorgi með hugvekju, fjallkonu, tónlist og hátíðarræðu svo eitthvað sé nefnt.
 

Skotfélagið Markviss verður með kynningu á skotíþróttinni milli klukkan 10 og 11 og þar geta börn eldri en 15 ára fengið að prófa undir leiðsögn þjálfara. Hestaleigan Galsi býður á hestbak í Arnargerði 33 milli klukkan 11 og 12. Klukkan 12:30 verður boðið upp á andlitsmálun fyrir framan SAH Afurðir að Húnabraut 37-39, helíumblöðrur og sælgæti til sölu á staðnum. Sundlaugin verður opin frá 10 til 21 þennan dag og Heimilisiðnaðarsafnið verður opið frá klukkan 10 til 17. Guðsþjónusta verður í Blönduóskirkju klukkan 11.

Kaffisala verður í Félagsheimilinu milli 14:30 og 16:30 og bíó fyrir börnin. Ef veður leyfir verður sápurennibraut í kirkjubrekkunni frá klukkan 15:30. Þrautabraut verður í íþróttahúsinu fyrir yngstu börnin frá klukkan 16 og rennibrautarkeppni í sundlauginni á sama tíma.

Boðið verður upp á útsýnisflug frá Blönduósflugvelli á 17. júní og einnig veðrur boðið upp á flug á laugardaginn og sunnudaginn eftir þörfum. Allt flug fer þó eftir veðri. Verð fyrir stutt flug er 2.000 krónur pr. sæti. Fyrir heldur lengra flug 3.000 krónur pr. sæti. Æskilegt er að þrír bóki sig saman en ekki skylda. Hægt er að panta lengra flug á laugardag og sunnudag og fer verð eftir lengd flugsins. Pantanir í síma 664 6030.

Dagskrá hátíðarhalda á Blönduósi þann 17. júní

Kl.8:00 Fánar dregnir að hún.

Kl.10:00-21:00 Sundlaug Blönduóss opin.

Kl.10:00-11:00 Skotfélagið Markviss verður með kynningu á skotíþróttinni. Börn eldri en 15 ára geta fengið að prófa undir leiðsögn þjálfara.

Kl.10:00-17:00 Heimilisiðnaðarsafnið opið.

Kl.11:00-12:00 Guðsþjónusta í Blönduóskirkju.

Kl.11:00 -12:00 Hestaleigan Galsi býður á hestbak að Arnargerði 33.

Kl.12:30 Kl.13:45 Andlitsmálun fyrir utan SAH Afurðir, helíum blöðrur og sælgæti verður til sölu (ath enginn posi á staðnum).

Kl.13:30 Skrúðganga frá SAH að félagsheimilinu. Hátíðardagskrá; Hugvekja Fjallkonan hátíðarræða, tónlistaratriði, hoppukastali fyrir börn.

Kl.14:30 -16:30 Kaffisala í félagsheimilinu. Og bíó fyrir börnin (ath enginn posi á staðnum).

Kl.15:30 Sápurennibraut í kirkjubrekkunni (ef veður leyfir).

Kl.16:00 Þrautabraut fyrir yngstu börnin í íþróttahúsinu.

Kl.16:00 Rennibrautarkeppni í sundlauginni.

Umsjón með hátíðarhöldunum hefur Hestamannafélagið Neisti.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir