Fjársjóðsleit fram í sveit
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
12.08.2016
kl. 09.16
Það eru bæjirnir Sölvanes, Lýtingsstaðir og Stórhóll sem standa fyrir Fjársjóðsleit fram í sveit á sunnudaginn. Mynd: Sigrún Indriðadóttir
Í tilefni SveitaSælu ætla Boðið á býli - The Icelandic Farm Animals, sem samanstendur af þremur sveitabæjum í Lýtingsstaðahreppi, að bjóða upp á skemmtilega uppákomu á sunnudaginn. Um er að ræða Fjársjóðsleit fram í sveit, sem er ratleikur fyrir alla fjölskylduna.
„Tilvalið að skella sér sunnudagsrúnt, kynna sér býlin okkar og svara nokkrum spurningum. Verðlaun í boði fyrir rétt svör,“ segir í tilkynningu frá Boðið á býli – The Icelandic Farm Animals. Þátttaka er að þessu sinni að kostnaðarlausu, en þetta samstarfsverkefni, sem sett var á laggirnar í vor, hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.