Hjalti og Lára með útgáfutónleika á Blönduósi

Árbraut er önnur plata hjónanna Hjalta og Láru.
Árbraut er önnur plata hjónanna Hjalta og Láru.

Húnvetningurinn Hjalti og eiginkona hans, Lára, gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Árbraut og fagna með tónleikum víða um landið. Miðvikudaginn 31 ágúst munu þau halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni í bland við annað efni.
Á Árbraut kveður við nýjan tón og má segja að sköpunargleðin hafi tekið völdin hjá dúóinu. Á plötunni er ný lög og textar sem Lára og Hjalti hafa samið og útsett í sameiningu og í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson upptökustjóra plötunnar. Þau flytja einnig Vornæturljóð Elísabetar Geirmundsdóttur og Hildur Eir Bolladóttir samdi texta við eitt laganna.

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Yesterday is gone sem er í spilun á Rás 2 þessa dagana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir