Haustverkefni LS hleypt af stokkunum
Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis félagsins verður haldinn í Húsi Frítímans Sæmundargötu 7b sunnudaginn 28. ágúst kl. 20:00. Áformað er að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi nú á haustdögum.
Óskað er eftir fólki til að leika, smíða, mála, vinna við hljóð og ljós, finna og föndra leikmuni og búninga, sauma, hvísla, selja miða og margt fleira sem þarf til að koma leiksýningu á fjalirnar.
Ef næst að manna í allar stöður innan sviðs sem utan verður haustverkefnið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Aldurstakmörk til þátttöku í uppsetningunni er 16 ár.
Þar sem um viðamikla sýningu er að ræða er mjög nauðsynlegt að allir sem vilja starfa við sýninguna, innan svið sem utan, mæti á fundinn, til að hægt sé að meta strax í upphafi hvort nógu margir vilji vera með. Þeim sem vilja vera með en komast alls ekki á fundinn eða hafa einhverjar spurningar er bent á að hafa samband við formann LS, Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, í síma 862 5771.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.