Fjárdagur í Fljótum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
07.10.2016
kl. 11.36
Smaladróni Fljótamanna er meðal þess sem kynnt verður á Fjárdegi í Fljótum.
Mynd: Skjáskot úr smaladrónanum.
Á laugardaginn stendur Fjárræktarfélag Fljótamanna fyrir hinu magnaða fjárdegi sínum í fjórða skiptið. Að þessu sinni hefur viðburðinum verið valinn staður að Ökrum í Flókadal í Vestur-Fljótum.
Þar býr Örn Þórarinsson eðalbóndi og netbóksali. Til stendur að dæma lambhrúta og bjóða líflömb til sýnis og sölu. Þá verður smaladróni Fljótamanna kynntur og bæirnir bjóða upp á bakkelsi og aðrar veitingar.
Í tilkynningu um viðburðinn er vakin athygli á því að einungis má flytja lömbin innan Tröllaskagahólfs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.