Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á menningarkvöldi

Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur verða með menningarkvöld í Blönduóskirkju á sunnudagskvöld.
Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur verða með menningarkvöld í Blönduóskirkju á sunnudagskvöld.

Söngvaskáldið Svavar Knútur og rithöfundurinn og söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bjóða Blönduósingum og nærsveitungum til menningarkvölds í Blönduóskirkju með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist, sunnudagskvöldið 23. október næstkomandi.

Vinirnir eru staddir í Húnavatnssýslu til að flytja dagskrá fyrir grunnskólanema um Tómas Guðmundsson og þótti þeim Blönduósbær liggja vel til höggsins. Menningarkvöldið hefst klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga.

Svavar Knútur gaf í fyrra út plötuna Brot, sem hefur hlotið frábæra dóma, en fyrir liggja eftir hann plöturnar Kvöldvaka, Amma og Ölduslóð, sem einnig hafa allar notið mikilla vinsælda. Svavar hefur undanfarin ár getið sér gott orð fyrir skemmtilega blöndu af húmor og einlægni og fyrir að blanda saman gamalli þjóðlagahefð og nútímalegri stemmningu.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur gefið út fjölda ljóðabóka, barnabóka, barnaplatna og hljómplatna á sviði þjóðlagatónlistar. Hann hefur einnig þýtt fjölda ljóðabóka eftir erlenda höfunda og verið ötull í alþjóðlegu samstarfi rithöfunda, skálda og tónlistarmanna á norðurslóðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir