Listamenn innblásnir af veru sinni á Blönduósi sýna í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
27.10.2016
kl. 11.37
Í dag verður verður áhugaverð sýning í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi sem ber yfirskriftina Meditatice Structure. Þar munu textíllistanemar sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu sýna verk sín. Er íbúum á svæðinu boðið að skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl þeirra á staðnum.
Sýningin verður í Bílskúrs Gallery við Árbraut 31 á Blönduósi og verður opin frá kl 17.19. Þau sem sýna í dag eru Kevin Lowenthal, Maxime Noilou, Vanessa Falle, Melina Bishop, Anna Taylor, Dave Danehower, Alica Gray, Reynir Katrínar og Guðný Ragnarsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.