Lóuþrælar fagna vori

Karlakórinn Lóuþrælar. Mynd: hunathing.is
Karlakórinn Lóuþrælar. Mynd: hunathing.is

Karlakórinn Lóuþrælar heldur vortónleika sína í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, síðasta vetrardag, og hefjast tónleikarnir kl. 21:00.

Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson og undirleik annast þær Elinborg Sigurgeirsdóttir á píanó og Ellinore Andersson sem leikur á fiðlu. Einsöngvarar með kórnum eru Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Kaffi, kökur og söngur í boði fyrir kr. 3.000.  Lóuþrælar taka fram að enginn posi er á staðnum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir