Lóuþrælar í Seltjarnarneskirkju
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
30.03.2017
kl. 14.16
Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnaþingi vestra, mun heiðra höfuðborgarbúa með nærveru sinni um helgina og syngja vorið í borgina. Í Seltjarnarneskirkju munu kórfélagar þenja raddböndin á tónleikum sem fram fara laugardaginn 8. apríl og hefjast kl. 14:00.
Söngstjóri er Daníel Geir Sigurðsson, undirleikur er í höndum Elinborgar Sigurgeirsdóttur á píanó og Ellinore Andersson á fiðlu. Einsöngvarar eru þeir Friðrik M. Sigurðsson, Guðmundur Þorbergsson og Skúli Einarsson.
Allir eru hvattir til að koma og upplifa ánægjulega stund með Lóuþrælum.
Aðgangseyrir kr. 3.000,- frítt fyrir 14 ára og yngri. Ekki kortaposi á staðnum.