feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
25.07.2018
kl. 15.15
Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður formlega sett í dag með opnunarhátíð sem hefst klukkan 18:00 við Félagsheimilið á Hvammstanga. Þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin og fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða á dagskránni fyrir fólk á öllum aldri. Á opnunarhátíðinni í kvöld verður boðið upp á súpu til að næra líkamann, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum og tónlistarfólk kemur fram. Að því loknu mun hið margverðlaunaða danska tónlistartríó, Body Rhythm Factory, bjóða upp á sýningu fyrir alla aldurshópa. Loks mætir hljómsveitin Sérfræðingar að sunnan í Sjávarborg og spilar aðallega geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970.
Meira