Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd stóðu sig með glæsibrag

Forsetahjónin Guðni og Elíza ásamt Súsönnu og Steinunni Kristínu. MYND AF SÍÐU HÖFÐASKÓLA
Forsetahjónin Guðni og Elíza ásamt Súsönnu og Steinunni Kristínu. MYND AF SÍÐU HÖFÐASKÓLA

Í gær afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verðlaun á Bessastöðum í lestrarkeppni grunnskóla en keppnin var á vegum Samróms, samstarfsverkefnis um máltækni sem Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna standa að. Höfðaskóla á Skagaströnd lenti í 2. sæti í sínum flokki með 102.535 lesnar setningar og í 3. sæti á landsvísu og var því hópur nemenda mættur á Bessastaði.

Markmið Samróms er að þróa nauðsynlega innviði fyrir hugbúnað sem skilur og talar íslensku. Í grunnskólakeppninni var raddsýnum safnað og gagnast þau við að skipa íslensku máli verðugan sess í stafrænum heimi. Þátttaka í keppninni var mikil í ár, því 136 skólar lögðu sitt af mörkum og lásu samtals um 790 þúsund setningar. Smáraskóli, Grenivíkurskóli og Setbergsskóli sigruðu hver í sínum stærðarflokki, en einnig voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur til Höfðaskóla, Gerðaskóla og Myllubakkaskóla.

Á myndinni má sjá þær Súsönnu og Steinunni Kristínu Valtýsdætur taku við viðurkenningu fyrir hönd Höfðaskóla. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Höfðaskóla >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir