Jólin heima héldu áfram að toppa sig
Jólatónleikarnir Jólin heima er hugmynd sem varð til í COVD heimsfaraldrinum og hefur svo stækkað með hverju árinu síðan upphafið var fyrir fjórum árum síðan. Það má segja að COVID hafi ekki verið slæmt að öllu leyti því margar góðar hugmyndir urðu til og fólk fór að hugsa út fyrir boxið.
Jólin heima er eitt dæmi um það. Tónleikarnir í ár voru frábærir – aldrei verið eins flottir. Hvar endar þetta segi ég nú bara. Fólk sem taldi sig vera tímanlega á ferðinni áttaði sig heldur betur á að svo var ekki þegar það mætti, því nánast var setið í öllum stólum þegar 45 mínútur voru í að tónleikarnir ættu að byrja.
Fjölbreytt lagaval var einkennandi, erlend klassík í bland við íslenska/erlenda klassík. Flytjendur voru öll sem eitt frábær, þvílíkir hæfileikar og hljómsveitin undir stjórn Sigvalda Helga Gunnarssonar líka. Það gekk allt upp, lágstemmdari lög í bland við krafballöður og svo stuð,stemming og allt sett í botn í restina. Eysteinn Ívar Guðbrandsson sá svo til þess að hláturtárin fengu að leka niður kinnarnar.
Metnaðurinn fyrir að gera vel skilaði sér svo sannarlega, allir sem að tónleikunum stóðu eiga skilið allt það hrós sem hægt er að skrifa. Skagafjörður er forríkur af hæfileikaríku ungu fólki. Til hamingju með ykkur – þetta var stórkostlegt. /gg
Hér að neðan eru myndir sem Sigurður Ingi Pálsson tók á laugardagskvöldið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.