Mannlíf

„Framtíð kórsins er björt“

Á Hólahátíð sem fram fór um miðjan ágúst stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið stjórnandi kórs-ins frá árinu 2013 en lætur nú staðar numið. Helga segist í samtali við Feyki vera mjög þakklát fyrir að hafa unnið með öllu þessu góða fólki og kynnst fullt af góðri tónlist. Hún segir fjölda fólks hafa starfað í kórnum í gegnum árin, endurnýjun hafa verið töluverða en þó eru mörg af stofnfélögum kórsins enn starfandi í honum. Kórinn var stofnaður árið 2000 af Blöndhlíð-ingnum Sveini Arnari Sæmundssyni.
Meira

Frábærir danskennarar í nýjum dansskóla

Menningarfélag Húnaþings vestra er metnaðarfullt félag og fær margar flottar og skemmtilegar hugmyndir. Dansskóli er nýjasta hugmyndin sem orðið hefur að veruleika. Feykir heyrði í Sigurði Líndal formanni Menningarfélagsins og spurði hann aðeins út í tilurð dansskólans.
Meira

Kafað í hugmyndina um heimilið

Á morgun, laugardaginn 2. september, opnar listsýningin Heima /Home í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi og er þetta samsýning yfir 20 listamanna af öllu Norðvesturlandi. Það er Morgan Bresko sem stendur að baki sýningarhaldinu en hún flutti til landsins í september á síðasta ári ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa á Torfalæk, fjölskyldubýli mannsins hennar, Elvars Inga Jóhannessonar, ásamt tveimur litlum börnum þeirra og gömlum ketti. Feykir spjallaði við Morgan um sýninguna og hana sjálfa.
Meira

Feðgin úr Fljótunum snillingar í hrútaþukli

Íslandsmótið í hrútaþukli var haldið á sauðfjársetrinu á Ströndum nú á dögunum. Það vakti athygli að feðginin Fanney Gunnarsdóttir og Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum voru bæði á verðlaunapalli í keppninni.
Meira

Fámennt en góðmennt á Uppskeruhátið Húnabyggðar

„ Það gekk bara fínt, fámennt en góðmennt. Það sem stóð upp úr var að allir voru glaðir og ánægður þrátt fyrir smá skúrir. Veðrið í Vatnsdal mun betra en á Blönduósi eins og svo oft áður, “ segir Elfa Þöll Grétarsdóttir, ferðamálafulltrúi Húnabyggðar og skipuleggjandi Uppskeruhátíðarinnar, þegar Feykir spurði hvernig til hefði tekist.
Meira

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira

Sýningaropnun í Hillebrandtshúsi

Listsýningin Heima/Home verður opnuð í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi, laugardaginn 2. september kl. 14:00. Um er að ræða samsýningu fjölda áhuga- og atvinnulistafólks á norðvesturlandi þar sem útgangspunkturinn er hvað HEIMA stendur fyrir. Boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir!
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Haustboðinn ljúfi

Það er eitt og annað þessi dægrin sem boðar komu haustsins. Ekki nóg með að göngur og réttir séu á næsta leiti og laufin á trjánum mega fara að passa sig á  haustlægðunum. Þá hefur verið vakin athygli á því inni á vefsíðu Sveitarfélagssins Skagafjarðar, að vetraropnanir hafa tekið gildi í sundlaugum Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi en þar er sérstakur opnunartími í september og tekur vetraropnunartími þar gildi 30. september.
Meira

Til stuðnings konum sem verða fyrir kynferðislegum árásum og misnotkun eða áreitni

„Þetta merki er krafa um kvenréttindi, sett fram í kjölfar þess sem gerðist á úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna. Leikmaður spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari, Jennifer Hermoso, varð fyrir líkamlegri áreitni af hendi forseta spænska knattspyrnusambandsins,“ tjáði Marta Vives, leikmaður Tindastóls, blaðamanni Feykis en hún og stalla hennar, Beatriz Salas báðu um að fá þessa mynd tekna af þeim.
Meira