Mannlíf

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Haustboðinn ljúfi

Það er eitt og annað þessi dægrin sem boðar komu haustsins. Ekki nóg með að göngur og réttir séu á næsta leiti og laufin á trjánum mega fara að passa sig á  haustlægðunum. Þá hefur verið vakin athygli á því inni á vefsíðu Sveitarfélagssins Skagafjarðar, að vetraropnanir hafa tekið gildi í sundlaugum Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi en þar er sérstakur opnunartími í september og tekur vetraropnunartími þar gildi 30. september.
Meira

Til stuðnings konum sem verða fyrir kynferðislegum árásum og misnotkun eða áreitni

„Þetta merki er krafa um kvenréttindi, sett fram í kjölfar þess sem gerðist á úrslitaleik Heimsmeistaramóts kvenna. Leikmaður spænska kvennalandsliðsins sem varð heimsmeistari, Jennifer Hermoso, varð fyrir líkamlegri áreitni af hendi forseta spænska knattspyrnusambandsins,“ tjáði Marta Vives, leikmaður Tindastóls, blaðamanni Feykis en hún og stalla hennar, Beatriz Salas báðu um að fá þessa mynd tekna af þeim.
Meira

Ætlar þú til Eistlands að elta Stólana í Evrópuævintýrinu?

Það vita flestir sem fylgst hafa með Íslandsmeistaraliði Tindastóls að liðið tekur þátt í Evrópukeppni FIBA 2023. Tindastóll leikur í C riðli forkeppninnar og fara leikirnir fram í Pärnu í Eistlandi dagana 3. og 4. október. Körfuknattleiksdeild Tindastóls, í samstarfi við VERDI ferðaskrifstofu, hefur búið til pakkaferð á þetta spennandi ævintýri Stólanna og hefst sala á þeim klukkan 16 í dag.
Meira

Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.
Meira

Skólarnir byrja

Varmahlíðarskóli var settur í gær miðvikudaginn 24. ágúst stundvíslega klukkan 9. Það var mikil tilhlökkun í börnunum að byrja í skólanum eftir gott sumarfrí. Í Varmalíðarskóla þetta skólaárið eru 105 börn sem hefja skólagöngu í 1-10 bekk, þar af 8 sem eru að byrja í 1.bekk. Þau koma úr flestum hinna fornu hreppa Skagafjarðar og aka sum hver ansi langa leið til að komast í skólann.
Meira

Byggðaráð Skagafjarðar skorar á matvælaráðherra

Byggaðaráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sem fram fór 23. ágúst síðastliðinn eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra. Í ályktuninni segir m.a. að það megi ljóst vera að þessar hækkanir á gjaldskrá Matvælastofnunar komi þeim mjög illa sem hafa verið að byggja upp eigið vöruframboð undir merkjum smáframleiðanda eða beint frá býli og sjá sumir hverjir ekki annað í stöðunni en að hætta framleiðslu og markaðssetningu undir merkjum beint frá býli.
Meira

Uppskeruhátíð í Húnabyggð

Helgina 25.-27. ágúst verður Uppskeruhátíð í tengslum við Vatnsdælu- og Þrístapa verkefni sem unnið hefur verið um nokkurt skeið. „Þetta er komið til þannig að við höfum verið að vinna að því að bæta aðgengi ferðamanna að áhugaverðum stöðum og náttúrunni á slóð Vatnsdælu og við Þrístapa þar sem sögunni um Agnesi og Friðrik eru gerð góð skil,“ segir Elfa Þöll Guðjónsdóttir sem heldur utan um hátíðina.
Meira

Um 500 manns mættu á Stórhól í afmæli Beint frá býli

Nú á sunnudaginn var haldin 15 ára afmælishátíð Beint frá býli á sex stöðum á landinu. Hér á Norðurlandi vestra var hátíðin haldin á Stórhóli í gamla góða Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Ellefu framleiðendur mættu þar til leiks frá Norðurlandi vestra sem eru aðilar að Beint frá býli til að kynna og selja afurðir sínar. Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps var með bakkelsi á svæðinu og ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum teymdi undir börnum.
Meira

Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum

Á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst, verður haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki Sumarkjóla- og búbbluhlaup. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem halda utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt og nú síðustu ár hefur verið haldið Proseccohlaup í Elliðarárdalnum sem hefur tekist mjög vel. Þetta er virkilega skemmtileg hugmynd sem hefur það eina markmið að hafa gaman,“ segir Vala Hrönn Margeirsdóttir sem er ein af þessum rammvilltu.
Meira