Vélaval gefur endurskinsvesti

Nemendur í 1. - 4. bekk mátuðu vestin og stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Varmahlíðarskóli.is.
Nemendur í 1. - 4. bekk mátuðu vestin og stilltu sér upp fyrir myndavélina. Mynd: Varmahlíðarskóli.is.

Rétt fyrir jólafrí barst Varmahlíðarskóla vegleg gjöf frá versluninni Vélaval í Varmahlíð. Það var verslunarstjóri Vélavals, Sigrún Guðlaugsdóttir, sem færði nemendum skólans 30 útivesti merkt Varmahlíðarskóla, en þau eru í nokkrum stærðum og passa því nemendum á öllum aldri.

Kunna nemendur og starfsfólk skólans Sigrúnu bestu þakkir fyrir gjöf sem kemur að góðum notum, ekki síst á þessum tíma árs þegar skammdegið ríkir yfir stórum hluta skóladagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir