Veður hefur versnað í Skagafirði

Veðrið hefur versnað á Sauðárkróki sem og annars staðar á Norðurlandi vestra. Myndin er tekin við Sauðárkrókshöfn fyrir rúmri klukkustund.
Veðrið hefur versnað á Sauðárkróki sem og annars staðar á Norðurlandi vestra. Myndin er tekin við Sauðárkrókshöfn fyrir rúmri klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni og Vegagerðinni hefur veðrið í Skagafirði versnað mjög á síðustu klukkutímum. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit er í viðbragðsstöðu en engar hjálparbeiðnir höfðu borist nú fyrir stundu þegar Feykir hafði samband við sveitina.

Útlit er fyrir að veðrið gangi niður á norðurlandi vestra seinnipartinn í dag. Spákort veðurstofunnar sýnir nú 19 m/s á Holtavörðuheiði og Blönduósi en 13 til 14 m/s á sömu stöðum klukkan 18 í dag.

Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar ern ú óveður á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegur er lokaður milli Hofsóss og Siglufjarðar. Holtavörðuheiði er lokuð en vindhraði þar fór í 32 m/s upp úr hádegi í dag og vindkviður hátt í 40 m/s. Krap og snjóþekja er á Skaga en aðrir vegir á Norðurlandi vestra eru flestir greiðfærir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir