Geirmundur Valtýsson sæmdur fálkaorðunni
Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Orðuna hlaut Geirmundur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
Sem kunnugt er hefur hann verið vinsæll tónlistarmaður í áratugi og gefið út fjölmargar plötur, sungið á tónleikum og dansleikjum. Nú síðast gaf hann út plötuna Skagfirðingar syngja, þar sem fjöldi skagfirskra tónlistarmanna syngur ásamt Geirmundi sjálfum.
Allt þetta hefur hann gert meðfram búskap og starfi sínu sem fjármálastjóri Kaupfélags Skagfirðinga, en hann lætur þar af störfum um þessi áramót.
Þess má geta að fjallað er um plötuna í Jólablaði Feykis. Fyrr á síðasta ári var svo opnuviðtal í Feyki við Geirmund, þar sem hann fór yfir ferilinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.