Héraðsbókasafn Skagfirðinga heldur upp á 120 ára afmælið
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
19.09.2024
kl. 11.17
Héraðsbókasafn Skagfirðinga er 120 ára í ár en það var stofnað í kjölfar sýslufundar árið 1904. Síðustu tvo daga hefur verið haldið upp á tímamótin með kökuveislu á afgreiðslustöðvum safnsins; fyrst í Varmahlíðarskóla á þriðjudaginn og á Hofsósi í gær. Það verður svo hægt að gæða sér á köku í dag í höfuðstöðvum safnsins í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
Meira