Mannlíf

Vel heppnaðir Nýnemadagar á Hólum

Feykir rak augun í að í síðustu viku voru Nýnemadagar hjá Háskólanum á Hólum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Hólmfríði Sveinsdóttur rektor hvernig til hefði tekist. „Nýnemadagar tókust með eindæmum vel í ár. Mætingin var mjög góð og dagskrá daganna var vel skipulögð,“ sagði hún.
Meira

Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum

Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði

Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Það birti til á Ströndum | Björn Björnsson segir frá ferðalagi Félags eldri borgara í Skagafirði á Strandir

Miðvikudaginn 19. júní síðastliðinn bjóst vaskur hópur úr Félagi eldri borgara í Skagafirði til ferðar og var för heitið þennan dag á Strandir vestur. Ekki lék veður við ferðalanga, þoka niður undir byggð og sudda rigning með lítilsháttar uppstyttum á milli. Þó var furðu létt yfir hópnum og sýndist sem flestir hefðu jafnvel búist við hinu versta hvað veðurfarið áhrærði, með góðan skjólfatnað og bjuggust allir til að mæta því sem að höndum mundi bera.
Meira

Monica í markagili

Það mætti nýr markvörður til leiks hjá liði Tindastóls síðastliðið sumar til að verja mark Stólastúlkna í Bestu deildinni. Það var Monica Wilhelm, bandarísk stúlka, þá 23 ára, sem hafði það verkefni að fylla í skarðið sem Amber Michel skildi eftir en hún ákvað að taka slaginn í Disneylandi eftir þrjú skemmtileg sumur á Íslandi. Monica reyndist öflugur markvörður og sló í gegn í Bestu deildinni og hún þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að endurtaka leikinn í ár. Feykir forvitnaðist um markvörðinn. 
Meira

Fjömenni sótti messu í Ábæ og veðrið alveg prýðilegt

„Það rituðu 140 í gestabók,“ sagði séra Sigríður Gunnarsdóttir þegar Feykir forvitnaðist um messuhald í Ábæjarkirkju í Austurdal síðastliðinn sunnudag. Hún segir að um 20-30 manns komist á bekki kirkkjunnar en það kom ekki að sök að þessu sinni. „Veðrið var svo gott að fólk vildi heldur sitja úti í sólinni.“
Meira

Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag

Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Meira

Ómar Bragi búinn að skipuleggja mót UMFÍ í 20 ár

Unglingalandsmóti UMFÍ lauk í Borgarnesi í kvöld og samkvæmt frétt á vef UMFÍ var framkvæmd mótsins framúrskarandi og samvinna allra sem að því komu með eindæmum góð. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt tölu í móttöku með forsetahjónunum, sambandsaðilum UMFÍ, heiðursfélögum og fleirum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, og þar bauð hann Króksaranum Ómari Braga Stefánssyni, sem er framkvæmdastjóri móta UMFÍ, að taka við þakklætisvotti en Ómar Bragi hefur skipulagt mót UMFÍ í 20 ár.
Meira