Mannlíf

Slagarasveitin telur í Húnavökuna

Hin alhúnvetnska Slagarasveit ætlar að starta Húnavökunni með tónleikum í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi í kvöld, 17. júlí. Slagarasveitin mun meðal annars spila lög af nýlegri hljómplötu sveitarinnar sem verður til sölu á staðnum og gestir munu eflaust bresta í söng þegar strákarnir skella sér í Gráa fiðringinn, Vor á ný og Einn dag x Ein nótt þar sem Hugrún Sif, organisti með meiru, skerpir á raddböndunum.
Meira

„Það er fólkið sem er ómissandi“

„Húnavaka þróast með hverju árinu þó við höldum alltaf í gamlar góðar hefðir líka. Fyrir tveimur árum gerðum við verulegar breytingar, m.a. á staðsetningu hátíðarsvæðisins. Við reynum ávallt að bæta við nýjum og spennandi viðburðum sem gera hátíðina enn skemmtilegri og fjölbreyttari,“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, reynslubolti í stjórnun Húnavöku, þegar Feykir spyr hvort Húnavakan sé alltaf að vinda upp á sig. Dagskráin er sérlega metnaðarfull og glæsileg í ár en Húnavakan verður á Blönduósi dagana 18. til 21. júlí.
Meira

Verð nokkuð virkur þátttakandi í Húnavöku

Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og gítarleikari, býr að Heiðarbraut númer 8 á Blönduósi en þessa dagana er hann mest að vinna eftir gott þriggja vikna sumarfrí á Spáni. Hvað skildi hann ætla að gera í Húnavöku?
Meira

Prófessor Skúli fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur Beverton orðuna

Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, hlýtur í ár þann heiður að vera sæmdur Beverton orðu (Beverton Medal) Breska fiskifræðifélagsins (Fisheries Society of the British Isles). Hún er veitt einstaklingi fyrir framúrskarandi rannsóknir og langan feril er snýr að fiskum og nýtingu þeirra. Skúli er fyrsti Íslendingurinn sem fær þessi verðlaun.
Meira

Skemmtiferðaskip heimsótti Drangey

Því er misskipt mannanna láni. Fyrstu vikuna í júlí kom skemmtiferðaskipið Azamara Quest í Skagafjörðinn, fékk fínar móttökur en gestir fengu engu að síður norðanhryssing og þokudrullu. Í dag kom til hafnar á Sauðárkróki National Geographic Explorer í rjómablíðu, heiðskýru, hlýju og stilltu veðri. Fyrst staldraði skipið þó við í Drangey og nokkur hópur farþegar fór upp í eyju í fylgd þeirra hjá Drangeyjarferðum.
Meira

Er mest spennt fyrir Vilko-vöfflu-röltinu, brekkunni og ballinu

„Ég bý í eldri hlutanum á Blönduósi, eða upp á Brekku, með besta útsýnið,“ segir Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN á Blönduósi, þegar Feykir bankar á vegg og spyr út í Húnavökuna. „Þessa dagana er ég að njóta sumarfrísins með fjölskyldu og vinum þar sem útilegur spila stóran þátt þetta árið. Þar að auki er ég að æfa fyrir hálfmaraþon og dunda mér við að prjóna peysur,“ bætir hún við.
Meira

„Fornleifafræðingar eru almennt óþolinmótt fólk,“ segir Ásta Hermannsdóttir

Feykir.is fjallaði nýverið um fornleifauppgröftinn á Höfnum á Skaga en síðan þá hefur ýmislegt forvitnilegt gerst í rannsókninni. Hægt er að fylgjast með framgangi hennar í vikulegum færslum á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga. Þar sagði þann 25. júní sl.: „Þá er fjórða vikan á Höfnum á Skaga hafin. Þótt ekki hafi fundist eins mikið af gripum og á sama tíma og í fyrra, þá fór fljótlega í lok annarrar viku rannsóknarinnar að glitta í merkilega uppgötvun. Í meintu nausti, sem er suðvestast á uppgraftarsvæðinu, fór að koma í ljós mikill fjöldi bátasauma. Þegar móta fór fyrir kjölfari innst í naustinu og viðarleifar fóru að sjást inn á milli bátasaumanna þótti ljóst að fundinn væri bátur sem skilinn hefði verið eftir í naustinu og grotnað þar niður. Er um mjög merkilegan fund að ræða þar sem þetta er í fyrsta sinn sem bátur, sem ekki er í kumli, er grafinn upp á landi hérlendis.“
Meira

Dagurinn sjálfur er hápunkturinn | Óli Þór Ólafsson svarar Dagur í lífi brottfluttra

Síðast staldraði Dagur í lífi við hjá Herdísi frá Hrauni þar sem hún kafaði í ylvolgum sjó við Eilat í Ísrael en nú er lesendum boðið að stíga um borð í ímyndaðan fararskjóta og taka stefnuna í vestur eftir endilöngu Miðjarðarhafi, spenna sætisólar og búa sig undir langa síestu á sprúðlandi heitum Iberíuskaga. Þar tekur á móti okkur Óli Þór Ólafsson sem stundar þar fjarnám við Háskóla Íslands á kjörsviðinu fræðslustarf og mannauðsþróun. Hann býr nú í 500 manna bæ, Chera, í Valencia héraði á Spáni.
Meira

Mörg og fjölbreytt verkefni á tjaldsvæðunum

Loksins stefnir í sæmilega suðræna viku hér norðan heiða með hitatölum vel norður af tíu gráðunum en að vísu með dassi af sunnanvindi á köflum. Það eru því væntanlega einhverjir farnir að plana ferðalög með hjólhýsi eða tjald og því ekki vitlaust að taka stöðuna á tjaldsvæðunum. Feykir hafði samband við Hildi Magnúsdóttur hjá Álfakletti en hún og eiginmaðurinn, Halldór Gunnlaugsson, sem búa á Ríp 3 í Hegranesi, hafa síðan árið 2011 rekið tjaldsvæðin í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal undir merkjum Tjöldum í Skagafirði.
Meira

Námsferð átta starfsmanna HSN til De Hogeweyk í Hollandi

Átta sjúkraliðar í svæðisdeild Norðurlands vestra fóru í námsferð til Hollands nú í sumarbyrjun og var aðal markmiðið að skoða þar Alzheimer-hverfið De Hogeweyk sem í raun er meira þorp en hverfi og staðsett rétt fyrir utan Amsterdam. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem maður fær þegar maður er inni í hverfinu en markmið De Hogeweyk þorpsins er að auka lífsgæði þeirra einstaklinga sem þar búa. Þetta er allt öðruvísi en við eigum að venjast hér á Íslandi,“ segir Sigurlaug Dóra Ingi-mundardóttir (Lulla).
Meira