Slagarasveitin telur í Húnavökuna
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Mannlíf
17.07.2024
kl. 11.31
Hin alhúnvetnska Slagarasveit ætlar að starta Húnavökunni með tónleikum í Krúttinu í gamla bænum á Blönduósi í kvöld, 17. júlí. Slagarasveitin mun meðal annars spila lög af nýlegri hljómplötu sveitarinnar sem verður til sölu á staðnum og gestir munu eflaust bresta í söng þegar strákarnir skella sér í Gráa fiðringinn, Vor á ný og Einn dag x Ein nótt þar sem Hugrún Sif, organisti með meiru, skerpir á raddböndunum.
Meira