„Hundruðum músa gert að yfirgefa heimili sitt“
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
04.08.2024
kl. 13.39
Karuna í Litlu-Gröf á Langholtinu í Skagafirði er fjölskyldurekið gistihús í eigu Páls Einarssonar og Lindu Bjarkar Jónsdóttur. „Við vorum áður búsettí Reykjavík en langaði að breyta til og fara í meiri rólegheit og sveitarómatík. Erum bæði alin upp í sveit, ég hér í Skagafirði og Páll í Vík í Mýrdal. Vorum búin að sjá Litlu-Gröf til sölu en vorum eitthvað að vandræðast með þetta en ákváðum svo bara að slá til og gengum frá kaupunum sumarið 2013. Þá bjó hún Guðlaug (Gulla)í gamla húsinu, sem við í dag köllum alltaf Gulluhús,“ segja þau þegar Feykir spyr hvernig það hafi komið til að þau eignuðust Litlu-Gröf.
Meira