Ljósmyndavefur

Vindurinn fór fram úr björtustu vonum

Það var ekki logninu fyrir að fara þegar Siglingaklúbburinn Drangey hélt lokamót í kænusiglingum við suðurgarð Sauðárkrókshafnar í dag. Reyndar er logn langt frá því að vera æskilegt þegar keppt er í siglingum en þegar komi...
Meira

Busavíglsa FNV

Busavíglsa FNV fór fram í blíðskaparveðri síðastliðinn föstudag. Þar voru nýnemarnir látnir gera ýmsar þrautir og smakka á ýmsu mislystilegu eins og sjá má í meðfylgjandi myndum.
Meira

Bærinn lítur betur og betur út

Síðustu vikurnar hefur verið gerð bragarbót á göngustígum og nokkrum götum á Sauðárkróki og ekki spurning að bærinn kemur allur gæfulegri undan þessari andlitslyftingu. Ljósmyndari Feykis skaust á rúntinn upp úr hádegi í dag...
Meira

Afturelding lögð í gras

Tindastóll/Hvöt tók á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli í kvöld í 2. deildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki sérlega tilþrifamikill en það gladdi heimamenn að ná öllum þremur stigunum og hefna þannig ófaranna í fyrri...
Meira

Hin besta stemning á Húnavöku

Nú ættu síðustu mínútur Húnavöku 2011 að fara að renna sitt skeið á enda. Ljósmyndarar á vegum Feykis voru á Blönduósi í gær og tóku myndir af fjölskylduskemmtun á Bæjartorginu, keppni í Míkróhúninum og ýmsu fleiru sem ...
Meira

Nokkrar svipmyndir frá Króknum

Það var notaleg stemning í gamla bænum á Króknum í gær. Gestir sátu fyrir utan veitingahús bæjarins og nutu sólargeyslanna sem voru reyndar við það að hverfa á bak við feitann þokubakka. Feykir hafði samband við verslunarmann...
Meira

Messa í Knappstaðakirkju í sól og sumaryl

Hin árlega sumarmessa í Knappsstaðakirkju í Fljótum fór fram í dag. Séra Gunnar Jóhannesson sóknarprestur þjónaði fyrir altari en Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup prédikaði. Að messu lokinni bauð heimafólk kirkjugestum,...
Meira

Stemningsmyndir af Landsmóti

Á nýafstöðnu Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sáust margir glæstir gæðingar sem gaman var að fylgjast með. Fjöldi fólks mætti á svæðið og upplifði bæði skin og skúri í brekkunni en allir skemmtu sér vel á frábæru m...
Meira

Kappar KF kveðnir í kútinn

Tindastóll/Hvöt bar sigurorð af liði Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í baráttuleik á Sauðárkróksvelli í kvöld. Gestirnir verða að teljast óheppnir að hafa tapað leiknum en sameinað lið Siglfirðinga og Ólafsfirðinga var ster...
Meira

Ljómandi Landsmótshelgi í Skagafirði

Veðurguðirnir höfðu ekki verið Norðlendingum hliðhollir það sem af var sumri og ekki voru hitatölurnar til að hrópa húrra fyrir fyrstu daga Landsmóts hestamanna. En allt er gott sem endar vel og fyrrnefndir veðurguðir skelltu Skaga...
Meira