Bærinn lítur betur og betur út

Síðustu vikurnar hefur verið gerð bragarbót á göngustígum og nokkrum götum á Sauðárkróki og ekki spurning að bærinn kemur allur gæfulegri undan þessari andlitslyftingu. Ljósmyndari Feykis skaust á rúntinn upp úr hádegi í dag og tók nokkrar myndir af fíneríinu.

Meðal þess sem ráðist hefur verið í er gangstéttargerð við Skagfirðingabraut austan Túnahverfis, malbikun á tengivegi frá Borgarmýri að Borgarteigi, þökulagt hefur verið með fram Borgargerði þar sem nýr leikskóli Króksara er og upp sunnanverða Sæmundarhlíðina.

Þá eru hér myndir af framkvæmdum við Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki, verknámshús FNV og þá eru steypuframkvæmdir hafnar í grunni nýbyggingar Mjólkursamlags KS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir