Nokkrar svipmyndir frá Króknum

Það var notaleg stemning í gamla bænum á Króknum í gær. Gestir sátu fyrir utan veitingahús bæjarins og nutu sólargeyslanna sem voru reyndar við það að hverfa á bak við feitann þokubakka.

Feykir hafði samband við verslunarmann í Aðalgötunni og spurði hvort fjöldi ferðamanna væri meiri eða minni í sumar en síðustu sumur. Verslunarmaðurinn var á því að erlendir ferðamenn væru á svipuðu róli og áður en minna væri um innlenda ferðalanga. Spilaði veðrið örugglega þar inní sem og sjálfsagt aðrir þættir.

Ljósmyndari Feykis myndaði sömuleiðis miðnætursólina sem skautaði um í þunnri skýjahulu á sjóndeildarhring Skagfirðinga aðfaranótt síðastliðins mánudags.og nýlegar þökulagningar í Túnahverfi með meiru. Þá festist Svenni Siffa á mynd ásamt nokkrum góðum félögum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir