Messa í Knappstaðakirkju í sól og sumaryl

Hin árlega sumarmessa í Knappsstaðakirkju í Fljótum fór fram í dag. Séra Gunnar Jóhannesson sóknarprestur þjónaði fyrir altari en Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup prédikaði. Að messu lokinni bauð heimafólk kirkjugestum, sem voru fjölmargir, upp á messukaffi fyrir utan kirkjuna í sól og sumaryl.

Fyrir vel lukkaða tilviljun var ljósmyndari Feykis á ferð um Fljótin þegar veislan stóð sem hæst og var því tilvalið að staldra við og smella myndum af gestunum salla á sig rómuðu fíneríinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir