Arnar Geir og Ingvi Þór tóku tvímenninginn

Þrjú efst liðin á mótinu. Ingvi Þór og Arnar Geir sem sigruðu eru fyrir miðju, vinstra megin Atli Víðir og Jón Oddur og hægra megin Þröstur og Gunnar Smári. MYND AF SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR
Þrjú efst liðin á mótinu. Ingvi Þór og Arnar Geir sem sigruðu eru fyrir miðju, vinstra megin Atli Víðir og Jón Oddur og hægra megin Þröstur og Gunnar Smári. MYND AF SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að gamla góða pílan hefur nú gengið aftur og fjöldi fólks stundar þetta huggulega sport, sumir í keppnisstuði en aðrir fara fínt með þetta heima í skúr. Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrirtvímenningsmót sl. föstudagskvöld og tókst það frábærlega og þátttaka góð þrátt fyrir að leikur Íslands og Svíþjóðar í hand færi fram á sama tíma.

Fram kemur á Facebook-síðu Pílukastfélagsins að tólf tveggja manna lið voru skráð til leiks og leikið var í tveimur riðlum en að því loknu fóru efstu fjögur liðin í hvorum riðli í útslátt.

Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskarsson fóru með sigur af hólmi í mótinu en þeir lögðu Atla Víði og Jón Odd Hjálmtýsson í úrslitaleik 4-2. Í þriðja sæti urðu síðan Þröstur Kárason og Gunnar Smári Reynaldsson. Þeir sigruðu feðgana Hallbjörn Björnsson og Reyni Smára Hallbjörnsson. „Virkilega skemmtilegt kvöld og allir skemmtu sér mjög vel,“ segir í frétt á síðu pílukastara.

Sjá fleiri myndir >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir