Arnar Geir og Ingvi Þór tóku tvímenninginn
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að gamla góða pílan hefur nú gengið aftur og fjöldi fólks stundar þetta huggulega sport, sumir í keppnisstuði en aðrir fara fínt með þetta heima í skúr. Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrirtvímenningsmót sl. föstudagskvöld og tókst það frábærlega og þátttaka góð þrátt fyrir að leikur Íslands og Svíþjóðar í hand færi fram á sama tíma.
Fram kemur á Facebook-síðu Pílukastfélagsins að tólf tveggja manna lið voru skráð til leiks og leikið var í tveimur riðlum en að því loknu fóru efstu fjögur liðin í hvorum riðli í útslátt.
Arnar Geir Hjartarson og Ingvi Þór Óskarsson fóru með sigur af hólmi í mótinu en þeir lögðu Atla Víði og Jón Odd Hjálmtýsson í úrslitaleik 4-2. Í þriðja sæti urðu síðan Þröstur Kárason og Gunnar Smári Reynaldsson. Þeir sigruðu feðgana Hallbjörn Björnsson og Reyni Smára Hallbjörnsson. „Virkilega skemmtilegt kvöld og allir skemmtu sér mjög vel,“ segir í frétt á síðu pílukastara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.