Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sigraði í Páskamóti PKS
Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir Páskamóti þar sem úrslitin voru spiluð á Kaffi Krók þar sem frábær stemming skapaðist og vel mætt. Alls hófu 32 aðilar keppni í aðstöðu PKS fyrr um daginn. Sigurvegari varð Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur en hann sigraði Arnar Geir Hjartarson í úrslitaleik.
Á Facebooksíðu félagsins kemur fram að Karl hafi verið með tvær 180 í úrslitaleiknum og Arnar eina. Í þriðja sæti var síðan Pálmar Ingi Gunnarsson. Hæsta útskot dagsins átti Þröstur Kárason 107. Einnig voru veitt aukaverðlaun til Odds Kárasonar, Sigþórs Gunnarssonar og Elvars Inga Hjartarsonar.
Pílufélagið er miklum ham því þrátt fyrir að enn sé verið að ná sér niður eftir föstudaginn, er ekki staldrað lengi við og komið að næsta móti í Kaffi Króks mótaröðinni, númer sex í röðinni. Það verður haldið í kvöld, þriðjudaginn 11. apríl og hægt að skrá sig HÉR
Myndir frá Páskamótinu má finna á Facebooksíðu PKS
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.