Íþróttir

Húnvetningar töpuðu gegn Elliða og Aco lætur af störfum

Í síðustu viku lutu Húnvetningar í sundpollinn í Garði þegar lið Víðis hafði betur og þá var ákall frá fréttaritara heimasíðu Kormáks/Hvatar um færri víti og færri spjöld. Ekki virtust hans menn hafa lesið pistilinn því spjöld og víti voru meðal annars uppskera Kormáks/Hvatar þegar liðið tók á móti Árbæingum í Elliða í óvenju þéttri suðvestanátt með tilheyrandi rigningarslettum á Sauðárkróksvelli. Niðurstaðan 1-3 tap og áfram gakk.
Meira

Stólarnir máttu þola tap í Egilshöllinni

Önnur umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu var spiluð í gærkvöldi og lið Tindastóls heimsótti Vængi Júpíters í Egilshöllina í Grafarvogi. Markalaust var í hálfleik en mörkin komu í síðari hálfleik og það voru heimamenn sem höfðu sigur. Lokatölur 3-1.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira

„Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævi minni“

Feykir heldur áfram að athuga með heilsu og ástand stuðningsmanna og leikmanna Tindastóls eftir stóra sigurinn á Hlíðarenda. Einn frægasti Króksarinn er væntanlega Auðunn Blöndal og það mátti sjá hann angistarfullan í fremstu röð á Hlíðarenda og í Síkinu í einvígi Vals og Tindastóls. Það leit ekki út fyrir að hann hefði náð að spennujafna fyrir úrslitaleikinn og því rétt að tékka á honum.
Meira

Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.
Meira

„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“

„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Meira

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira

„Eins og mörg tonn af gleði hafi verið leyst úr læðingi“

Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið í vegferð Tindastóls að titlinum fallega. Í gærkvöldi sigruðu Tindastólsmenn fyrrum meistara Vals í hreinum úrslitaleik í Reykjavík og eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Í morgun vaknaði Axel því í fyrsta sinn sem Íslandsmeistari. „Þetta er svakalega góð tilfinning, dásamlegt að Tindastóll sé kominn í þennan hóp,“ segir kappinn í spjalli við Feyki.
Meira

Vaknaði með bikarnum í morgun

„Maður er kannski svolítið enn að reyna að átta sig bara á þessu. Ég var svo heppinn að geyma bikarinn hjá mér þannig að það var góð tilfinning að opna augun og það fyrsta sem maður sá var Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, herra Skagafjörður, þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig væri að vakna sem Íslandsmeistari.
Meira

LIÐ TINDASTÓLS ÍSLANDSMEISTARI :: Uppfærð frásögn

Var einhver að vonast eftir spennu? Kannski dramatík? Það var allur pakkinn á Hlíðarenda í kvöld þegar Stólarnir sóttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, lentu undir, voru undir lengi, komu til baka en voru fimm stigum undir þegar ein og hálf mínúta var eftir. Og svo bara rættust allar óskir Tindastólsmanna, allir voru bænheyrðir og í leikslok mátti heyra flugelda springa á Króknum – eða var það ekki annars? Það var Keyshawn Woods sem reyndist svo svellkaldur á vítalínunni í lokin að það var óraunverulegt. Hann kom Stólunum stigi yfir þegar rúmar fjórar sekúndur voru eftir, hafði fengið þrjú vitaskot og setti þau öll niður eins og að drekka vatn. Það síðasta með fallegasta skoppi körfuboltasögunnar. Lokatölur 81-82 og fagnaðarlátum gestaliðsins á Hlíðarenda ætlaði aldrei að linna. Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær!
Meira