Íþróttir

Meistari meistaranna

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira

Kvennaliði Tindastóls spáð fimmta sæti

Nú í hádeginu var birt spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta. Þar er liði Tindastóls spáð fimmta sætinu en alls eru það átta lið sem taka þátt í 1. deildinni. Í Subway-deild kvenna var liði Keflavíkur spáð sigri í deildinni af báðum aðilum; sams konar hópi og spáði í 1. deildina og síðan fjölmiðlamenn.
Meira

„Áfram og upp!“ segir Unnur Valborg

„Ég er óskaplega stolt af þessum árangri liðsins og er nokkuð viss um hann er eitt af mestu afrekum í íþróttasögu Húnvetninga. Þessi félagsskapur sem heldur utan um liðið er rekinn áfram af leikgleði og alltaf er stutt í léttleikann. Það ásamt góðum þjálfurum og topp leikmönnum er í dag að skila þessum frábæra árangri,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, þegar Feykir innti hana eftir því hvort það afreka liðs Kormáks/Hvatar, að tryggja sér sæti í 2. deild, væri stærsta íþróttaafrek húnvetnskrar íþróttasögu.
Meira

Fátt sem stoppar lið sem trúir ekki að það geti tapað

„Ég held að allir í kringum liðið séu ennþá hægt og rólega að ná utan um að við séum búnir að tryggja okkur sæti í 2. deild. Menn fögnuðu skiljanlega vel eftir leik og ég held að stuðningsmenn liðsins séu, eins og leikmenn og stjórn, ennþá í skýjunum með árangur sumarsins,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar sem gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á liði Augnabliks í lokaumferðinni. Það er besti árangur sem Kormákur/Hvöt hefur náð í fótboltanum og mögulega mesta afrekið í íþróttasögu Húnvetninga.
Meira

Murr og Sigurður Pétur valin best hjá Stólunum

Að loknum síðasta leik Stólastúlkna í fótboltanum á laugardag var haldin uppskeruhátíð beggja meistaraflokka Tindastóls. Fór hátíðin fram í Félagsheimilinu Ljósheimum og var rífandi stemning. Meðal annars var tilkynnt um val á bestu leikmönnum karla- og kvennaliðsins og var niðurstaðan sú að Sigurður Pétur Stefánsson var valinn bestur karlanna og var vel að því kominn en hjá dömunum þótti Murielle Tiernan best.
Meira

Hélduð þið að þeir væru hættir ?

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samið hafi verið við Stephen Domingo 28 ára. Hann er framherji af amerískum og nígerískum ættum. Stephen Domingo var fyrirliði nígerska landsliðsins og var í U17 USA landsliðinu sem varð heimsmeistari 2012.
Meira

Tindastólsdagurinn og stuðningsmannakvöld í vikunni

Það styttist í að körfuboltavertíðin hrökkvi í gang á ný fyrir alvöru og pottþétt margur stuðningsmaðurinn sem bíður óþreyjufullur eftir því að gamanið hefjist á ný. Nú býður körfuknattleiksdeild Tindastóls öllum áhugasömum að mæta í Síkið á fimmtudaginn og halda upp á Tindastólsdaginn með stuðningsfólki, leikmönnum, þjálfurum, iðkendum og stjórnarfólki. Næstkomandi laugardagskvöld verður síðan stuðningsmannakvöld á Kaffi Krók.
Meira

Hannah Cade kvödd með virktum

Það var falleg stund að leik loknum hjá Stólastúlkum á laugardaginn þegar Donni tilkynnti stuðningsmönnum að Hannah Jane Cade hefði verið að spila sinn síðasta leik fyrir lið Tindastóls. Hún var að klára sitt annað tímabil á Króknum, fór með liðinu upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar og spilaði stóra rullu í að halda liðinu í Bestu deildinni í sumar.
Meira

„Stund sem við munum aldrei gleyma“

„Ég átti klárlega von á vel gíruðu Tindastólsliði í leiknum. Vikan fram að leik var búin að gefa mjög góð fyrirheit og við fundum það á öllum hópnum að þær voru heldur betur harðákveðnar í að klára dæmið af krafti. Síðan svo sem fór það fram úr okkar draumum og leikmennirnir sem og stuðningsmenn gerðu þetta að stund sem við munum aldrei gleyma,“ segir Donni Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, sem bauð upp á eftirminnilega veislu á Sauðárkróksvelli í gær en liðið gjörsigraði lið ÍBV í leik þar sem áframhaldandi sæti í Bestu deildinni var í húfi.
Meira

Kormákur Hvöt tryggði sér sæti í 2. deild

Það fór eins og allt benti til. Lið Kormáks Hvatar gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild að ári sem er í fyrsta sinn sem sameinað lið félaganna spilar í þeirri deild. Í gær fengu Húnvetningar lið Augnabliks úr Kópavogi í heimsókn og þurftu stig til að tryggja farseðilinn upp um deild. Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútur og unnu á endanum magnaðan 3-0 sigur og tryggðu sér þar með annað sætið í 3. deild. Til hamingju Kormákur Hvöt!
Meira