Meistari meistaranna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf, Fréttir
21.09.2023
kl. 15.09
Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira