Glæsilegt úrtökumót fyrir landsmót

Frá WR móti sem haldið var á Hólum á dögunum. Mynd: Heiðrún Eymundsdóttir.
Frá WR móti sem haldið var á Hólum á dögunum. Mynd: Heiðrún Eymundsdóttir.

Sameiginleg úrtaka hestamannafélaganna Skagfirðings, Neista, Þyts og Glæsis verður haldin á Hólum 11.júní og 12.júní nk. Ef skráning er góð er möguleiki að fyrri tveir skeiðsprettirnir í básaskeiðinu fara fram föstudagskvöldið 10.júní og seinni tveir á sunnudaginn 12.júní.

Keppt verður í A-flokki og B-flokki gæðinga, barna,- unglinga,- og ungmennaflokki. Tölti T1, 100 metra skeiði,150 metra skeiði og 250 metra skeiði. Boðið verður upp á tvöfalda umferð í öllum flokkum nema tölti

Skráning fer fram á þessari síðu. Skráningu lýkur þriðjudaginn 7. júní kl 23:59. Vakin er sérstök athygli á því að ekki verður tekið við skráningum eftir að skráningarfrestur rennur út. Skráning telst ekki gild fyrr en kvittum hefur borist á netfangið iþrottamot@gmail.com með skýringu fyrir hvern greitt er. 

Nánari upplýsingar verður að finna á heimasíðu Skagfirðings þegar nær dregur mótinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir