Góð ferð á Vopnafjörð
Kvenna- og karlalið Tindastóls gerðu góð ferð austur á Vopnafjörð á laugardaginn þar sem liðinn spiluðu við heimamenn- og konur í liði Einherja og höfðu sigur í báðum viðureignum. Strákarnir unnu gríðarlega mikilvægan sigur en lið Tindastóls og Einherja voru með jafn mörg stig í 2.-3. sæti fyrir leikinn.
Mörkin komu öll á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Kenny Hogg kom Stólunum yfir á 14. mínútu og hann bætti um betur þremur mínútum síðar. Dilyan Kolev minnkaði muninn fyrir Einherja á 19. mínútu en þrátt fyrir nokkuð sérstaka dómgæslu þá tókst heim-mönnum ekki að jafna metin.
Þá lögðu stelpurnar kvennalið Einherja 3-6 og hófst markaveislan strax á 1. mínútu þegar Elín Sverrisdóttir skoraði. Ólína Sif Einarsdóttir gerði annað markið á 13, mínútu en Kopacsi minnkaði muninn úr víti en 36. mínútu skoraði Vigdís Edda Friðriksdóttir og Ólína Sif bætti við öðru marki sínu fjórum mínútum síðar. Staðan því 1-4 í hálfleik. Elín gerði fimmta mark Tindastóls á 54. mínútu en Kopacsi minnkaði aftur muninn á 83. mínútu. Laufey Rún Harðardóttir gerði sjötta mark Tindastóls mínútu síðar en lokaorðið átti Harpa Lind Sigurðardóttir fyrir heimastúlkur á 87. mínútu. Það dugði þó skammt og fyrsti sigur Stólastúlkna í höfn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.