Andrea Maya með gull í kúluvarpi

Andrea Maya með fangið fullt af bikurum á uppskeruhátíð UMSS. Mynd: UMSS.
Andrea Maya með fangið fullt af bikurum á uppskeruhátíð UMSS. Mynd: UMSS.

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Íþróttahöllinni í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi.  Keppendur voru alls um 300, þar af fjórir Skagfirðingar og tveir Húnvetningar.  Andrea Maya Chirikadzi UMSS gerði sér lítið fyrir og sigraði í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.

Andrea Maya varpaði kúlunni 9,64m tæpum 30 sentimetrum lengra en næsti keppandi. Aðrir keppendur UMSS voru Stefanía Hermannsdóttir, Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson. Fyrir USAH keppti Brynjar Daði Finnbogason og Arna Rut Arnarsdóttir fyrir Kormák.

Keppendalista, tímaseðla og úrslit er hægt að sjá HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir