Yngstu körfuboltakrakkarnir á Króksamóti
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.01.2017
kl. 11.47
Króksamótið hófst í morgun í íþróttahúsinu, Síkinu, á Sauðárkróki í morgun og stendur til klukkan 16.00 í dag. Þar eru yngstu iðkendur körfuboltans að reyna með sér og nýtur mikilliar vinsældar keppenda sem áhorfenda. Mótinu lýkur með æsilegri troðslu- og þriggjastigakeppni meistaraflokks Tindastóls karla.
Allir eru hvattir til að kíkja í Síkið og fylgjast með framtíðarleikmönnum fara á kostum. Athugið að eingöngu verður hægt að ganga inn í húsið að austanverðu (við bílaplanið við Skagfirðingabraut) þar sem inngangur að vestanverðu (við heimavist FNV) verður lokaður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.