Hefur sennilega aldrei slegið garð foreldranna jafn oft
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
18.09.2024
kl. 13.43
Feykir heyrði síðast hljóðið í Ingva Rafni Ingvarssyni, þjálfara Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu þegar um sex umferðir voru eftir af mótinu. Þá stóðu Húnvetningar ansi vel, voru í áttunda sæti með 18 stig og virtust nokkuð öruggir með sætið í deildinni. Ingvi Rafn vonaðist eftir sex stigum í næstu tveimur leikjum og það átti að fara langt með að tryggja sætið. Liðið vann ekki einn einasta leik frá þeim tíma en slapp við fall í síðustu umferðinni þar sem KF náði ekki að vinna sinn leik.
Meira