Íþróttir

Frábært veður á Sjóvá Smábæjaleikunum

Það var líf og fjör á Blönduósi sl. helgi þegar bærinn fylltist af börnum til að taka þátt í Sjóvá Smábæjaleikunum. Þetta var í 20. skiptið sem mótið var haldið og keppt var í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 5.,6.,7., og 8., flokki. Mótið heppnaðist einstaklega vel og gaman að veðrið lék við foreldra og keppendur alla helgina.
Meira

Enn er skíðað í Tindastólnum

Íslenska landsliðið í skíðum æfði á skíðasvæði Tindastóls í gærdag en RÚV hefur eftir Sigurði Haukssyni, forstöðumanni skíðasvæðis Tindastóls, að hann muni ekki eftir að hafa skíðað í kringum sumarsólstöður áður. Níu manns voru við æfingar í gær, sextán ára og eldri, og gátu nýtt sér allan daginn.
Meira

Gígja, Brynjar Morgan og Sísi fóru á kostum

Golfarar hjá Golfklúbbi Skagafjarðar stunda sveifluna af kappi þessa dagana. Í gær fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki annað mótið í Esju mótaröðinni og þar voru það þrír ungir golfarar sem slógu heldur betur í gegn.
Meira

Stólarnir skelltu Sandgerðingum

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Reynis Sandgerði á Sauðárkróksvelli en leikið var í Fótbolta.net-bikar neðri deildar liða. Stólarnir spila sinn deildarbolta í 4. deildinni eins og margir vita en Sandgerðingar tefla fram liði í 2. deild. Það hefði því mátt ætla að á brattann yrði að sækja fyrir heimamenn en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan 2-0 sigur.
Meira

Jafnt í fjörugum leik Tindastóls og Víkings

Eftir þrjá tapleiki í röð ætluðu Stólastúlkur að næla í þrjú stig þegar bikarmeistarar Víkings komu valhoppandi norður yfir heiðar. Loks var leikið á gervigrasinu á Króknum en þar höfðu Stólastúlkur ekki sparkað í keppnistuðru síðan leysingahelgina miklu í apríl. Leikurinn var ágæt skemmtun, hart var barist en eftir að gestirnir náðu forystunni snemma í síðari hálfleik sáu þær um að jafna leikinn þegar skammt var til leiksloka. Liðin fengu því sitt hvort stigið eftir 1-1 jafntefli.
Meira

Töluvert sanngjarn sigur Tindastólspilta

Tindastólspiltar spiluðu fyrsta heimaleik sumarsins í gær þegar Reykjanesúrvalið mætti á gervigrasið sígræna á Sauðárkróki. Leikurinn var spilaður við fínar aðstæður og var líflegur, þó sérstaklega í fyrri hálfleik en þá baðaði markvörður gestanna sig í sviðsljósinu og hélt markinu hreinu. Stólarnir gerðu það sem þurfti í síðari hálfleik og uppskáru 2-0 sigur.
Meira

Sterkt stig til Húnvetninga

Engin mörk voru skoruð í leik Kormáks Hvatar og Ægis í 2. deildinni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. föstudasgkvöld. Fyrir leikinn var Ægir í 4. sæti með ellefu stig og Kormákur Hvöt í 9. sæti með sjö stig. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið sterkt og mikilvægt stig sem Húnvetningar kræktu í fyrir austan fjall.
Meira

Reynir Bjarkan Róbertsson valinn í U20 hópinn

Körfuknattleikssamband Íslands birti fyrr í vikunni lokahóp undir 20 ára karla sem tekur þátt í NM í Södertalje í Svíþjóð seinna í þessum mánuði og má þar sjá kunnuglegt nafn. Í þessum hópi er nefnilega Skagfirðingurinn Reynir Bjarkan Róbertsson, sonur Selmu Barðdal og Róberts Óttarssonar.
Meira

Ragnhildur Sigurðardóttir með golfkennslu fyrir konur

Ragnhildur Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, verður með kennslu fyrir konur á Vatnahverfisvelli fyrir ofan Blönduós sunnudaginn 16. júní frá kl. 13:00 -16:00. Allar áhugasamar konur um golfíþróttina hjartanlega velkomnar, kennslan er ykkur að kostnaðarlausu.
Meira

ÓB-mót Tindastóls haldið 22. og 23. júní á Króknum

Það verður líf og fjör á Króknum helgina 22. og 23. júní þegar ÓB-mótið verður haldið. Mótið er ætlað stúlkum úr 6. flokki og segir Adam Smári, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, að þetta verði stærsta ÓB-mótið sem haldið hefur verið á Króknum. Í fyrra var fjöldi keppenda um 600 talsins en í ár verða þeir um og yfir 700 talsins og koma víðs vegar af landinu eða frá 23 félögum. Það má því búast við þónokkurri fjölgun í bænum þessa helgi. Keppt verður á þrettán völlum í ár en fyrstu leikirnir hefjast um klukkan níu á laugardagsmorgninum og verður mótinu lokið seinnipartinn á sunnudeginum. 
Meira