Ungir og efnilegir félagar úr GSS á Íslandsmóti í höggleik sem byrjar í dag

Gaman er að segja frá því að um helgina eru nokkrir ungir golfiðkendur frá GSS að keppa á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Keppt er í nokkrum flokkum og í flokki 12 ára og yngri, sem fram fer á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík, keppa þeir Sigurbjörn Darri Pétursson og Brynjar Morgan Brynjarsson og hefja báðir leik nú í morgunsárið. Þeir spila níu holur í dag, laugardag og sunnudag. Þá er Gígja Rós Bjarnadóttir í flokki 13-14 ára stúlkna og mun hefja leik í hádeginu í dag, föstudag, og spilar 18 holur, föstudag, laugardag og sunnudag.
 
Í flokki 15-18 ára er keppt á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og eigum við tvo þátttakendur þar, eiginlega þrjá! Í hópi 15-16 ára stúlkna keppir Dagbjört Sísí Einarsdóttir og í flokki 17-18 ára drengja er það Tómas Bjarki Guðmundsson. Þau spila einnig 18 holur föstudag, laugardag og sunnudag. Á nafnalistanum er einnig gaman að sjá að Una Karen, sem við hjá GSS þekkjum einstaklega vel enda tvíburasystir hans Tómasar, er á meðal keppenda í flokki 17-18 ára stúlkna en hún keppir fyrir hönd GKG. Tómas Bjarki fer af stað kl. 9:50, Dagbjört Sísí kl. 11:40 og Una Karen fer af stað kl. 12:50. Við óskum þeim öllum velfarnaðar á mótinu og hlökkum til að segja frá gangi mála eftir helgina. Hægt er að fylgjast með þeim öllum inn á Golfbox ef einhverjir eru einstaklega spenntir fyrir því að vita stöðuna. 
Áfram GSS!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir