Krista Sól á skotskónum hjá Stólunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur þátt í Faxaflóamótinu sem fram fer syðra og náði liðið sigri í sínum öðrum leik á mótinu sl. laugardag gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi 3-0. Hin unga og efnilega knattspyrnukona, Krista Sól Nielsen, var aldeilis á skotskónum og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 49. mínútu. Kristrún María Magnúsdóttir gerði svo út um leikinn á 88. Mínútu er hún setti þriðja mark Stólanna.

Föstudaginn 19. jan. fengu Stólastúlkur skell gegn Haukum 1-4. Þar var Krista Sól Nielsen sú eina sem skoraði fyrir Stóla. Tindastóll er í 3. sæti með 3 stig jafnmörg og ÍA en Haukar sitja á toppnum með 6 stig. Önnur lið hafa ekki náð stigi ennþá.

Auk Tindastóls Hauka og Gróttu leika lið ÍA og Keflavíkur í B-riðli Faxaflóamótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir