Konni ráðinn þjálfari yngri flokka sem og í akademíuna
Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið ráðinn í fullt starf með yngri flokka og unglingaakademíu knattspyrnudeildar Tindastóls frá og með morgundeginum, 1. febrúar. Áheimasíðu Tindastóls segir að Konráð, eða Konni eins og hann er kallaður, hafi lokið fyrstu þremur stigunum í menntunarkerfi KSÍ og stefnir á að mennta sig meira í þjálfunarfræðum á næstunni.
„Hann er fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu og krökkunum okkar og unglingum afar góð fyrirmynd enda bindindismaður og reglusamur í hvívetna. Okkur er það sönn ánægja að bjóða Konna til starfa hjá félaginu og bindum miklar vonir við störf hans í framtíðinni,“ segir á Tindastóll.is
Konni kemur í stað Bjarna Smára Gíslasonar, einn þriggja sem ráðnir voru í yfirþjálfarateymi knattspyrnudeildar síðasta sumar og Feykir sagði frá í 41. tbl. 2017. Hinir tveir eru Jón Stefán Jónsson, yfirþjálfari og Óskar Smári Haraldsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.