Vormót Molduxa á morgun

Vormót Molduxa í körfubolta fer fram í Síkinu á morgun 12. maí og hefst klukkan 11 árdegis að staðartíma. Mótið hefur unnið sér fasta sess í körfuboltaheimi eldri iðkenda og það eina sem haldið er á Íslandi þessi misserin. Leikið er í tveimur riðlum +35 og +40 ára.

 

 

  

Að sögn Vals Valssonar, mótsstjóra, hafa nú þegar 10 lið staðfest þátttöku og það ellefta alveg að detta inn. Hann segir að einstaklingar geti skráð sig og geta þá myndað lið verði þeir nógu margir annars verður þeim komið fyrir í liðum. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Val Valssyni í síma 861 9802 eða í netfanginu: valurvalsson@gmail.com. Þá er einnig að vænta einhverra upplýsinga á Fésbókarsíðu Molduxa.

Mótinu verður svo slúttað með kvöldverði og kvöldvöku í íþróttahúsinu og balli á eftir og er það jafnframt lokahóf körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Forsala á hófið er í Tánni, Skagfirðingabraut 6 og eru allir hvattir til að taka þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir