Israel Martin tekur við U20 landsliði karla
Þjálfari Tindastóls í körfuknattleik, Israel Martin, hefur bætt við rós í hnappagatið en KKÍ hefur samið við hann um að taka við sem aðalþjálfari U20 landsliðs karla nú í sumar. Þetta gerist í kjölfar þess að Arnar Guðjónsson baðst lausnar sem þjálfari liðsins eftir að hann ákvað að taka við þjálfun Stjörnunnar í Dominos-deild karla. Israel Martin verður eftir sem áður þjálfari Tindastóls.
Í frétt á Karfan.is segir að Israel Martin, þjálfari Tindastóls, hafði bæst við í þjálfarateymi U20-liðsins fyrr í vor, en þá hafði einnig verið búið að ganga frá því að Baldur Þór Ragnarsson yrði áfram með liðinu í þjálfarateyminu líkt og undanfarin ár sem aðstoðar- og styrktarþjálfari. Baldur Þór verður Martin því til aðstoðar og verði styrktarþjálfari liðsins.
Framundan hjá liðinu eru æfingar í lok maí og í júní og svo Evrópukeppni FIBA í A-deild U20 landsliða en mótið ferm fram í Chemnitz í Þýskalandi dagana 14.-22. júlí. Þetta er í annað sinn sem Ísland á lið í A-deild U20 liða en á síðasta ári hafnaði Ísland í 8. sæti deildarinnar af 16 liðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.