Arnar og Pétur í liði ársins

Arnar og Pétur á fullri ferð gegn KR. MYNDIR: HJALTI ÁRNA
Arnar og Pétur á fullri ferð gegn KR. MYNDIR: HJALTI ÁRNA

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í gær og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Leikmenn Tindastóls sópuðu að sér verðlaunum eftir frábært tímabil í Dominos-deildinni en bæði Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson voru valdir í lið ársins.

Auk Péturs og Arnars voru Kári Jónsson úr Haukum, Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni og KR-ingurinn Kristófer Acox í liði ársins en það hefur sennilega komið fáum á óvart að Acox var einnig valinn leikmaður ársins í karlaflokki sem og varnarmaður ársins. Finnur Freyr Stefánsson, KR, var eðlilega valinn þjálfari ársins eftir að hafa leitt lið KR til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð.

Þá var Antonio okkar Hester valinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deildinni og Axel Kárason var útnefndur prúðasti leikmaður tímabilsins.

Feykir óskar köppunum til hamingju með vegtylluna.

Heimild: KKÍ.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir