Þrymur í þriðju deild! - Smá samantekt um Knattspyrnufélagið ÞRYM
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.04.2021
kl. 12.03
Þann 11. janúar sl. voru liðin 31 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki en fyrir rúmu ári gerði Feykir þeim tímamótum skil að 30 ár væru liðin frá þeim viðburði. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum.
Meira