Íþróttir

Þrymur í þriðju deild! - Smá samantekt um Knattspyrnufélagið ÞRYM

Þann 11. janúar sl. voru liðin 31 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki en fyrir rúmu ári gerði Feykir þeim tímamótum skil að 30 ár væru liðin frá þeim viðburði. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum.
Meira

Haukur tekur við meistarflokki karla hjá Tindastóli

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistaraflokks karla en frá þessu er greint á heimasíðu Umf. Tindastóls. Hauki til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson, fyrirliði mf. karla, sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3.deildinni í sumar.
Meira

Konráð og Laufey valinn best

Uppskeruhátíð Tindastóls í fótbolta var haldinn nú á dögunum en vegna aðstæðna fór hún fram á annan hátt en vanalega. Konráð Freyr Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn hjá strákunum og sá efnilegasti Atli Dagur Stefánsson. Hjá stelpunum var Laufey Harpa Halldórsdóttir valinn best og Bergljót Ásta Pétursdóttir efnilegust.
Meira

Jamie McDonough hættur hjá Tindastóli

Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að komist hafi verið að samkomulagi við Jamie McDonough að hann láti af störfum hjá félaginu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.
Meira

Takast á við verkefnið með jákvæðum huga

Á morgun áttu Stólastúlkur að spila síðasta leik sinn í Lengjubikarnum gegn góðu Fylkisliði. Að sjálfsögðu verður leikurinn ekki spilaður enda allt íþróttastarf stopp vegna fjórðu Covid-bylgjunnar sem slegið hefur á vorbrag og væntingar landsmanna. Feykir tók púlsinn á Guðna Þór Einarssyni, öðrum þjálfara Tindastóls, og grennslaðist fyrir um áhrifin sem ný og fersk Covid-pása hefði á undirbúning liðsins fyrir átök sumarsins.
Meira

Aðalfundur UMFT verður rafrænn

Aðalfundur aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, sem vera átti í Húsi frítímans miðvikudaginn 31. mars, verður haldinn rafrænt og hefst klukkan kl. 20. Hlekkur inn á fundinn verður auglýstur síðar.
Meira

Dom bætist í hóp Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Dominique Bond-Flasza, jamaíska landsliðskonu, um að spila með kvennaliði Tindastóls í Pepsi Max-deildinni í sumar. Dom hefur spilað 17 landsleiki fyrir Jamaíka (Jamaica Reggea Girlz) og þá hefur hún spilað í efstu deild í bæði Hollandi og Póllandi. Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, segir miklar vonir bundnar við Dom. „Hún fékk góð meðmæli fyrrum þjálfara ásamt því að hafa spilað á ferlinum með tveimurlandsliðskonum Íslands sem gáfu henni góð orð,“ tjáði Óskar Smári Feyki nú í hádeginu.
Meira

Stór sigur á Héraðsbúum í Síkinu

Þó staða Tindastóls í Dominos-deildinni sé kannski ekkert til að hrópa húrra yfir þá verður að viðurkennast að deildarkeppnin hefur sjaldan verið skemmtilegri. Í gærkvöldi tók lið Tindastóls á móti spræku liði Hattar frá Egilsstöðum og áttu margir von á erfiðum leik. Sem reyndist raunin en Stólarnir voru engu að síður betra liðið og nældu í stigin tvö sem ættu í það minnsta að fara langt með að tryggja sæti í efstu deild. Gestirnir leiddu með einu stigi í hálfleik en Stólarnir höfðu yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og nældu í stigin mikilvægu. Lokatölur 90-82.
Meira

Markaveislur í Lengjudeild karla

Karlaliðin tvö af Norðurlandi vestra, Tindastóll og Kormákur Hvöt, sprettu úr spori í gær í Lengjubikarnum. Stólarnir náðu í sín fyrstu stig með fínum sigri gegn liði Kára frá Akranesi, 4-1, en Húnvetningar fengu skell gegn Úlfunum þar sem liðið laut í gras, 7-4, eftir að hafa verið yfir, 1-4, í hálfleik.
Meira

Slæmur skellur gegn sprækum Njarðvíkurstúlkum

Lið Njarðvíkur er að spila hvað best liðanna í 1. deild kvenna og þær reyndust allt of sterkar fyrir lið Tindastóls sem heimsætti gossvæðið suður með sjó í gær. Stólastúlkur sáu ekki til sólar í fyrri hálleik en í hálfleik var dagskráin búin, staðan 47-16. Heldur náðu gestirnir að stíga betur á móti í síðari hálfleik en það dugði skammt að þessu sinni. Lokatölur 94-42.
Meira