Íþróttir

Akil Rondel Dexter DeFreitas til liðs við Kormák Hvöt

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur fengið til liðs við sig Akil DeFreitas, sem mun auk þess að skelfa varnarmenn andstæðinganna vera Ingva Rafni Ingvarssyni þjálfara til aðstoðar. Hér er á ferðinni leikmaður með mikla alþjóðlega reynslu sem mun nýtast liðinu vel innan vallar sem utan.
Meira

Tíu þúsundasti gesturinn mætti í Stólinn í gær

Í gær náðist sá merki áfangi á skíðasvæðinu í Tindastóli að tíu þúsundasti gestur vetrarins mætti á svæðið. Var honum vel fagnað, skellt var í flugeldatertu og að sjálfsögðu var viðkomandi verðlaunaður. „Þetta er stór afrek hjá okkur á svæðinu en þetta er stærsti vetur frá upphafi skíðasvæðisins,“ segir Sigurður Hauksson staðarhaldari í Stólnum.
Meira

Knattspyrnudeildin fær góða gjöf frá Þ. Hansen

Í gær afhenti Jóhannes Þórðarson, fyrir hönd Þ. Hansen ehf., knattspyrnudeild Tindastóls veglega gjöf í tilefni af þeim frábæra árangri sem meistaraflokkur kvenna náði síðastliðið sumar. Gjöfin var svokölluð VEO myndavél sem nýtist til að leikgreina æfingar og leiki. Allir flokkar knattspyrnudeidar geta nýtt sér búnaðinn en kvennaliðið hefur þó forgangsrétt – enda í efstu deild.
Meira

Tap í fyrsta æfingaleik eftir kófpásu

Stólastúlkur halda áfram að undirbúa sig fyrir komandi átök í Pepsi Max deildinni. Eftir þriggja vikna kófpásu hófust æfingar á fullu nú í vikunni og í dag fengu stelpurnar spræka Seltirninga í heimsókn en lið Gróttu spilar í 1. deildinni. Þær reyndust engu að síður sterkara liðið í dag og unnu sanngjarnan 1-3 sigur.
Meira

Ingvi Rafn ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Ingva Rafn Ingvarsson sem spilandi þjálfara liðsins leiktímabilið 2021 í stað Tryggva Guðmundssonar sem leystur var undan samningi fyrir stuttu. Í tilkynningu frá ráðinu segir að Ingva þurfi ekki að kynna í löngu máli fyrir íþróttaaðdáendum á Norðurlandi vestra, enda meðal leikja- og markahæstu leikmönnum í sögu Kormáks Hvatar.
Meira

Klæjar í tærnar!

Nýlega kynnti knattspyrnudeild Tindastóls nýtt þjálfarateymi meistaraflokks karla í fótboltanum en þjálfari er Haukur Skúlason en honum til aðstoðar er Konráð Freyr Sigurðsson. Feykir sendi Hauki nokkrar spurningar og segir hann það leggjast vel í sig að taka við liði Tindastóls. „Ég hef ekki þjálfað núna í nokkur ár og get alveg viðurkennt að mig hefur alveg klæjað í tærnar stundum þegar ég hef verið að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu síðustu ár. Það er bara eitthvað svo geggjað að vinna fótboltaleiki þegar liðið hefur lagt vinnuna á sig – hrein gleði!
Meira

Hallgerður skrifar undir hjá Stólastúlkum

Samkvæmt heimildum Feykis hefur Hallgerður Kristjánsdóttir skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun spila með Stólastúlkum í Pepsi Max í sumar. Hallgerður er uppalin í Val en eins og stuðningsmenn Tindastóls muna þá kom hún að láni á Krókinn síðasta sumar og spilaði með liði Tindastóls fram í júlí en þá skaust hún í skóla til Hawaí – fór semsagt af einum hitabeltisstaðnum í annan! Já og svo er leikur á morgun...
Meira

„Þetta kemur allt í litlum skrefum“

„Já, sko páskafríið mitt byrjaði á því að ég fékk ælupest en ég ældi samt bara einu sinni þarna í byrjun frísins. Svo dagana eftir það var ég bara drulluslöpp og hélt að það væri bara eftir þessa ælupest. En ég sé núna að þarna var þetta allt bara byrjað að magnast upp,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, 18 ára körfuboltastúlka í liði Tindastóls og nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar Feykir spyr hana út í pínu óvenjulega páskahelgi. Fríið endaði þannig að flogið var með Evu Rún suður á spítala þar sem hún var sett á gjörgæslu, enda hafði komið í ljós að hún var með blóðtappa í báðum lungum og blóðtappa í fæti sem náði í raun frá maga og niður fyrir hné.
Meira

FISK Seafood skaffar keppnisbúninga í staðinn fyrir þátttöku í umhverfisátaki

FISK Seafood hefur ákveðið að styrkja Knattspyrnudeild Tindastóls með því að bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins merkta keppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostaðnarlausu. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFT.
Meira

Spánskir fyrir sjónir Kormáks Hvatar

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur undanfarin ár leitað sér liðsstyrks á Spáni með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast landnema á borð við markmanninn Miguel Martinez Martinez, sem enn veldur framherjum fjórðu deildar martröðum; varnarvitans Domi sem kom gríðarlega sterkur inn fyrir nokkrum árum og hefur nú ljáð Tindastóli krafta sína og svo sjálfs Marka-Minguez sem sló öll skorunarmet og þandi netmöskvana á þriðja tug sinna sumarið sem hann dvaldi nyrðra.
Meira