Íþróttir

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Fótbolta fegurðarsýning á Króknum

Lið Tindastóls og KH-inga af Hlíðarenda mættust í þriðja sinn í sumar á Króknum í dag. KH vann fyrri leik liðanna í 4. deild en Stólar sendu þá kumpána úr keppni í Fótbolta.net bikarnum nýlega í jöfnum leik. Stígandi hefur verið í leik Stólanna í sumar og í dag voru þeir mun sterkara liðið og spiluðu oft á tíðum hreint glimrandi fótbolta og uppskáru verðskuldaðan 4-1 sigur. Settust þar með á topp 4. deildar en hafa leikið leik meira en lið Ýmis.
Meira

Sigtryggur og Þórir boðaðir til æfinga fyrir undankeppni Eurobasket 2025

Karlalandsliðið Íslands í körfuknattleik verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Tveir leikmenn Tindastóls voru boðaðir til æfinga, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Þorbjarnarson.
Meira

Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki stendur yfir þessa dagana

Þessa vikuna stendur yfir Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna á Standavelli á Hellu. Keppni lýkur á morgun, laugardag, og á Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Þetta er í 43. skiptið sem mótið er haldið en fyrst var leikið í kvennaflokki árið 1982. Í fyrra sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar sem á titil að verja en GM hefur allt í allt sigrað fimm sinnum.
Meira

Ljómarallið fer fram í Skagafirði á morgun

Það verður ekkert gefið eftir þegar Ljómarallý fer fram í Skagafirði á morgun, laugardaginn 27. júlí. Ljómarallið er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótinu en fresta þurfti keppni á Suðurnesjum í vor og staðan í Íslandsmeistaramótinu því mun opnari en oft hefur verið á þessum árstíma. Keppnin verður með hefðbundu sniði og verður fyrsti bíll ræstur frá Vélaval í Varmahlíð kl. 8 á laugardagsmorguninn.
Meira

Fimm lið frá Tindastól á Rey Cup í Reykjavík

Það var stuð og stemning í stúkunni á Laugardalsvelli í gær þegar Rey Cup fótboltamótið var formlega sett í fínasta veðri. Alls eru 148 lið skráð til leiks og þar af eru 136 lið frá 29 félögum á Íslandi en einnig má sjá lið frá Danmörku, Þýskalandi, Malawi, Bretlandi og Bandaríkjunum spila á mótinu. Keppt er í bæði U14 og U16 í drengja og stúlknaflokki og sendi Tindastóll frá sér fimm lið á mótið, þrjú í drengjaflokki (tvö í U14 og eitt í U16) og tvö í stúlknaflokki (bæði í U14). Til gamans má geta að innan raða Tindastóls á þessu móti má finna krakka frá öllu Norðurlandi vestra vegna samstarfs milli Tindastóls, Fram á Skagaströnd, Hvatar á Blönduósi og Kormáks á Hvammstanga. 
Meira

Valskonur enn númeri of stórar fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og Íslandsmeistarar Vals mættust á Króknum í gær. Stólastúlkur hafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn Valsliðinu frekar en önnur lið og það varð engin breyting á því í gær. Heimaliðið stóð þó fyrir sínu fyrsta klukkutímann, jafnt var í hálfleik en þá hafði hvort lið gert eitt mark, en gæði stúlknanna hans Péturs okkar Péturssonar skinu í gegn þegar á leið og lappir Stólastúlkna fóru að þyngjast. Lokatölur 1-4.
Meira

Meistaraflokkur kvenna á heimaleik í kvöld kl. 18

Það er heimaleikur í kvöld, miðvikudag 24. júlí, kl. 18:00 hjá meistaraflokki kvenna gegn Val í Bestu deildinni. Eins og staðan er í deildinni fyrir leikinn þá sitja Valsstúlkur í 2. sæti en Stólastelpur í 8. sæti. Það er því mjög mikilvægt að úrslit leiksins verði þeim í hag og þurfa stelpurnar á stuðning að halda á leiknum. Það er því ekkert annað í stöðunni en að mæta á leikinn og hvetja stelpurnar áfram. koma svo allir á völlinn!
Meira

Omoul Sarr til liðs við kvennalið Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina reynslumiklu Omoul Sarr um að leika með kvennaliðinu á komandi tímabili í Bónusdeildinni segir í tilkynningu á Facebook-síðu Kkd. Tindastóls.
Meira

Frábær toppbaráttusigur Tindastóls

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar heimamenn í Tindastól tóku á móti liði Hamars í Hveragerði. Lið Tindastóls hefur halað inn mikilvæg stig að undanförnu og var komið í annað sæti deildarinnar með 22 stig en Hvergerðingar voru tveimur stigum á eftir í þriðja sætinu. Sigur Stólanna hefði komið þeim í góða stöðu. Þetta gekk eftir og Stólarnir unnu stórsigur. Lokatölur 4-0.
Meira