„Ég er mjög spennt fyrir vetrinum,“ | Íþróttagarpurinn Emma Katrín
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
08.01.2025
kl. 13.10
Í Ártúninu á Króknum býr Emma Katrín Helgadóttir en hún er fædd árið 2008 og hefur verið áberandi bæði í badminton og körfubolta hér á Sauðárkróki. Emma ólst upp í Reykjavík og æfði alls konar íþróttir þar eins og t.d. fimleika og fótbolta en eftir að hún flutti á Krókinn hefur hún einbeitt sér að körfuboltanum og badmintoninu. Það má því segja að hún sé að uppskera vel því hún hefur unnið marga titla í badminton og æft og keppt upp fyrir sig með meistaraflokki kvenna í körfunni. Hér er því á ferðinni stórefnilegur íþróttagarpur sem Feyki langaði til að kynnast aðeins betur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.