Íþróttir

Æfingamót í Portúgal | Dagbók Elísu Bríetar

Feykir hefur ítrekað sagt frá ævintýrum knattspyrnustúlknanna frá Skagaströnd, Birgittur Rúnar Finnbogadóttur og Elísu Bríetar Björnsdóttur, og það er engin leið að hætta. Þær spila með Bestu deildar liði Tindastóls og voru báðar valdar í 22 kvenna landsliðshóp U17 liðs Íslands og fóru með liðinu til Portúgal nú seint í janúar en þar tók liðið þátt í fjögurra liða æfingamóti. Feykir plataði Elísu Bríeti til að halda eins konar dagbók og segja lesendum Feykis frá því hvað gerist í landsliðsferðum.
Meira

Naumt tap Tindastólspilta á Dalvík

Karlalið Tindastóls spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum nú í dag og var andstæðingurinn sameinað lið Dalvíkur og Reynis. Leikið var á Dalvík og fóru leikar þannig að heimamenn höfðu betur, unnu leikinn 2-1.
Meira

Sergio áfram með Kormáki/Hvöt

„Gefin hefur verið út rauð viðvörun til framherja annarra liða í 2. deild fyrir sumarið 2025.“ Þannig hefst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormák og ástæðan fyrir rauðri viðvörun er sú að varnarjaxlinn Sergio Francisco Uolú hefur skrifað undir samning um að leika áfram með liði Kormáks/Hvatar nú í sumar.
Meira

Norðlenskir knapar stóðu fyrir sínu

Keppt var í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum en mótið fór fram í Horse Day höllinni í Ingólfshvoli í Ölfusi. Á meðal þeirra sex sem komust í A-úrslit voru tveir knapar af Norðurlandi vestra en það voru Helga Una Björnsdóttir frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra og Eyrún Ýr Pálsdóttir frá Flugumýri í Skagafirði.
Meira

Þrjú lið af Norðurlandi vestra í Lengjubikarnum

Undirbúningstímabil knattspyrnufólks hefst fyrir alvöru um helgina þegar Lengjubikarinn fer í gang. Þrjú lið af Norðurlandi vestra taka þátt í keppninni þennan veturinn; Bestu deildar lið Tindastólskvenna spilar í riðli 1 í A deild, Kormákur/Hvöt tekur aldrei þessu vant þátt í Lengjubikarnum en Dominic Furness þjálfari mætir til leiks með sína kappa í 1. riðli B deildar og þá mætir Konni með Tindastólspiltana í riðil 4 í B deild.
Meira

Tvær að koma og tvær að fara

Þau tíðindi eru í körfunni á Sauðárkróki að tvær nýjar hafa komið til liðs við kvennalið Tindastóls í Bónus deildinni en á móti hafa tvær yfirgefið liðið.
Meira

Lífshlaupið hefst á morgun, 5. feb. - Verður þinn vinnustaður, skóli eða hreystihópur með?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri.
Meira

Upp á topp með Tindastól!

Það var toppslagur í Garðabænum í kvöld þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti liði Tindastóls sem var í öðru sæti Bónus-deildarinnar. Stólarnir spiluðu vel bæði í sókn og vörn og tóku völdin í öðrum leikhluta. Þeir voru níu stigum yfir í hálfleik og náðu góðu forskoti í síðari hálfleik. Stjörnumenn áttu gott áhlaup í kjölfar þess að Drungilas fékk sína fimmtu villu en Arnar slökkti í þeim og Stólarnir smelltu sér á topp deildarinnar. Lokatölur 82-90.
Meira

Fyrirliðinn Acai áfram með Kormáki/Hvöt

„Þau gleðitíðindi bárust að norðan með seinni rútunni að fyrirliði Kormáks Hvatar, Acai Nauset Elvira Rodriguez, hefði framlengt samning sinn og myndi leika með liðinu í sumar!.“ Þannig hófst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook í gærkvöldi en Acai hefur leikið 70 leiki með liði Kormáks/Hvatar á fjórum tímabilum.
Meira

Gengið frá ráðningu þjálfara meistaraflokka Tindastóls

Loks berast nú fréttir frá knattspyrnudeild Tindastóls en á heimasíðu UMFT var sagt frá því í dag að bræðurnir Halldór Jón (Donni) og Konráð Freyr (Konni) Sigurðssynir hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokksliða Tindastóls til næstu þriggja ára.
Meira