Íþróttir

Slakur varnarleikur varð Stólastúlkum að falli gegn Fylki

Donni þjálfari var ekki par sáttur við sínar stelpur í dag eftir skell í Árbænum þegar Stólastúlkur sóttu Fylki heim. Árbæjarliðið sat á botni deildarinnar fyrir leikinn, höfðu ekki unnið leik síðan í maí, en eftir jafnan fyrri hálfleik tók heimaliðið völdin og vann sanngjarnan 4-1 sigur.
Meira

Húnvetningar sóttu þrjú stig í Sandgerði

Lið Kormáks/Hvatar sótti þrjú stig suður með sjó í gærkvöldi en þá mættu þeir botnliði Reynis Sandgerði í afar mikilvægum leik í botnbaráttu 2. deildar. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og uppskáru eitt mark um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þar sem sterk vörn Húnvetninga hélt vatni og vindum. Lokatölur 0-1.
Meira

Sadio Doucoure spilar með Stólunum í vetur

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að samið hafi verið við franska leikmanninn Sadio Doucoure um að leika með karlaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. „Ég er mjög spenntur að koma og spila fyrir Tindastól,” segir Sadio. „Ég hef átt góð samskipti við bæði þjálfara og formann klúbbsins. Ég hef spilað með Martin Hermannssyni og spurði hann út í liðið og samfélagið og hann sagði mér bara góða hluti svo ég er fullur tilhlökkunar að koma í þennan bæ sem elskar körfubolta.“
Meira

Stólarnir drógust á móti Kára frá Akranesi

Dregið hefur verið í átta liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum en eins og kunnugt er sló lið Tindastóls út Hlíðarendapilta í KH nú í vikunni og var eina liðið úr 4. deild sem komst áfram. Strákarnir eru því að spila upp fyrir sig í næstu umferð en auk Stólanna voru þrjú 2. deidar lið í pottinum og fjögur lið úr 3. deild. Stólarnir höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik en andstæðingurinn reyndist hinsvegar topplið 3. deildar, Kári.
Meira

„Við erum allar þarna af sömu ástæðu, við elskum að spila fótbolta“

Það er alltaf nóg af fótbolta hjá Elísu Bríeti Björnsdóttur, 16 ára leikmanns Tindastóls í Bestu deildinni. Hún hefur verið einn af lykilleikmönnum Stólastúlkna í sumar sem og jafnaldra hennar, Birgitta Rún, báðar frá Skagaströnd, en þær hafa átt fast sæti í byrjunarliði Tindastóls og staðið sig hetjulega. Nú á dögunum fór Elísa Bríet með U16 landsliði Íslands á Norðurlandamót U16 kvenna sem fram fór í Finnlandi í byrjun júlí.
Meira

Stólarnir í átta liða úrslit Fótbolta.net bikarsins

Það var boðið upp á hörkuleik á Króknum í gær þegar lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í KH í Fótbolti.net bikarnum þar sem neðri deildar lið mætast. Stólar og KH leika bæði í 4. deildinni en bæði lið léku ágætan fótbolta í gær. Það voru hins vegar heimamenn sem höfðu betur eftir mjög fjörugan síðasta hálftíma leiksins og lokatölur 2-1.
Meira

Einn örn og nýtt vallarmet á gulum teigum sett á fimmta móti Esju mótaraðarinnar

Í gær fór fram fimmta mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli í frábæru veðri þar sem 41 þátttakandi voru skráðir til leiks, 30 í karlaflokki og 11 í kvennaflokki. Margir sýndu góða takta og voru t.d. 26 fuglar settir niður, 23 í karlaflokki og 3 í kvennaflokki, og reyndust holur 1, 6 og 7 vera þær holur sem flestir fuglar náðust á.
Meira

Húnvetningar krækja í markahrókinn Ismael á ný

Húnvetningar hafa verið í pínu basli með að skora í 2. deildinni í sumar en nú gæti mögulega ræst aðeins úr málum því Ismael Sidibe hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Kormák/Hvöt. Hann fór mikinn með liði Húnvetninga í fyrrasumar, gerði þá 18 mörk í 19 leikjum og ef hann heldur því formi áfram með Kormáki/Hvöt eru Húnvetningar í góðum málum.
Meira

Tæplega 70 þátttakendur frá Norðurlandi vestra

Um sl. helgi fór fram Símamótið í Kópavogi þar sem hátt í 70 stelpur frá Norðurlandi vestra í 5.fl., 6.fl. og 7.fl. kvenna voru mættar til leiks. Var þetta í 40. skiptið sem mótið var haldið og voru um 3000 stelpur alls staðar af landinu mættar til leiks. Tindastóll og Hvöt/Fram hafa verið dugleg að senda frá sér lið á þetta mót undanfarin ár og var engin breyting á í þetta skiptið.
Meira

Anna Karen og Una Karen keppa á Íslandsmótinu í höggleik

Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, byrjar Íslandsmótið í höggleik en það verður haldið á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja í ár. Þrettán ár eru síðan GS hélt mótið síðast en golfklúbburinn heldur upp á 60 ára afmælið sitt í ár og var það stofnað þann 6. mars árið 1964. Þær stöllur, Anna Karen og Una Karen, ætla ekki að láta sig vanta á þetta mót og keppa fyrir hönd GSS. Hægt er að fylgjst með gangi mála á golfbox en við hjá Feyki ætlum að sjálfsögðu að tilkynna stöðu mála þegar keppnin hefst. 
Meira