Íþróttir

Haukar sýndu Húnvetningum harla litla gestrisni

Aðdáendur Kormáks/Hvatar þráðu sæta hefnd í Hafnarfirði þegar Húnvetningar heimsóttu Hauka sl. miðvikudagskvöld. Þeim fannst Haukar ekki hafa átt skilið jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi og nú átti að leiðrétta. Hvort óskirnar hafi ekki skilað sér til leikmanna skal ósagt látið en niðurstaðan varð sú að Hafnfirðingar sýndu litla gestrisni og sendu Húnvetninga heim með 5-1 tap á bakinu.
Meira

Nína Júlía vann sinn flokk á Unglingalandsmótinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Unglingalandsmótið í ár er haldið í Borgarnesi og verður setningarathöfnin haldin í kvöld. Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt og keppt er í 18 keppnisgreinum. Ýmiss konar afþreyingar er einnig í boði og skemmtun fyrir alla fjölskylduna en um 1000 ungmenni eru á svæðinu og eru 40 þátttakendur frá UMSS skráðir til leiks og 24 keppendur fyrir hönd USAH. Keppni hófst í golfi í gærkvöldi í frábæru veðri á Hamarsvelli og voru þrír þátttakendur mættir frá UMSS. Fyrsti keppandi mótsins fyrir hönd UMSS gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk og var hin brosmilda og káta Nína Júlía Þórðardóttir þar á ferðinni, frábær árangur hjá henni. 
Meira

Jafntefli á Króknum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Króknum í gær í 15. umferð Bestu deildarinnar. Stólastúlkur hafa ekki unnið leik síðan þær spiluðu gegn Keflavík í lok júní og voru því mjög hungraðar í sigur. Stelpurnar náðu samt sem áður í sterkt stig því lokatölur leiksins voru 3-3 þar sem Elise skoraði sitt fyrsta mark og Jordyn setti tvö og er því komin með níu mörk það sem af er tímabilsins. Eftir leikinn situr Þór/KA í 3. sæti en Tindastóll í því 8.. Næsti leikur er á móti Þróttur Reykjavík þann 9. ágúst á Króknum. 
Meira

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira

Grétar Freyr vann sjöunda Hard Wok mótið

Sjöunda Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 17 kylfingar tóku þátt. Veðrið var frábært og ágætis skor. Sigurvegari mótsins, annað skiptið í röð því hann vann einnig sjötta Hard Wok mótið, var Grétar Freyr Pétursson með 27 punkta.
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason. 
Meira

Emanuel og Alejandro hækka hitastigið í Húnavatnssýslum

Einhverjar mannabreytingar eru í gangi hjá liði Kormáks/Hvatar þessa dagana. Spánski miðjumaðurinn Jorge Garcia Dominguez ákvað á dögunum að halda heim á leið og því hefur stjórn Kormáks Hvatar haft hraðar hendur með að fá inn nýjan mann í hans stað. Sá heitir Emanuel Nikpalj og hefur áður leikið hér á landi, síðast með Þór frá Akureyri árið 2020 í Lengjudeildinni, segir í frétt á Aðdáendasíðunni góðu.
Meira

Þórgunnur varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík nú um helgina. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi, varð þá Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu.
Meira