Stólarnir náðu sér ekki á strik í Hafnarfirði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
18.01.2025
kl. 23.33
Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
Meira