Íþróttir

Hlíðarendapiltar heimsækja Stóla í Fótbolti.net bikarnum

Í kvöld fara fram 16 liða úrslit í Fotbolta.net bikarnum. Liðsmenn Tindastóls munu skella á sig takkaskónum af þessu tilefni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu 2. deildar lið Reynis Sandgerði í 32 liða úrslitum fyrr í sumar, 2-0. Að þessu sinni mæta Hlíðarendapiltar á Krókinn.
Meira

Það er í nógu að snúast hjá Skotfélaginu Markviss

Fimm keppendur frá Skotfélaginu Markviss munu taka þátt á Norðurlandamótinu í Norrænu Trappi (Nordisk Trap) sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð í lok ágúst. Gera má ráð fyrir milli 80-100 keppendum á mótinu frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.
Meira

Hlýtt en hvasst á Hlíðarkaupsmótinu um helgina

Opna Hlíðarkaupsmótið fór fram síðastliðinn laugardag í hlýjum en hressilegum vindi. Frábær þátttaka var á mótinu og komust færri að en vildu. Mótið átti að byrja á slaginu 10 en þá var vindurinn svo mikill að ákveðið var að fresta mótinu til kl. 12:30 og var þá ekkert annað í stöðunni en að byrja leika. Spilað var hefðbundið punktamót með forgjöf og var hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.
Meira

Bjarni Jó brá fæti fyrir Húnvetninga

Húnvetninga dreymdi um endurkoma líka þeirri sem Rocky átti gegn Ivan Drago í Rocky IV forðum þegar lið Selfoss heimsótti Blönduós í gær. Þar hóf lið Kormáks/Hvatar síðari umferðina í 2. deildinni en í upphafi móts stálu Selfyssingar öllum stigunum sem í boði voru í 1-0 sigri á Selfossi. Lífið er sjaldnast eins ig Hollywood mynd og enginn endurkomusigur fékkst í sunnanvindinum. Topplið Selfoss nældi aftur í þrjú stig en eftir markalausan fyrri hálfleik settu þeir tvö í þeim síðari. Lokatölur því 0-2.
Meira

Lið Tindastóls komið í annað sætið

Nú í vikunni fór fram heil umferð í 4. deild karla í knattspyrnu og síðasti leikurinn fór fram í sunnangalsa á Króknum þegar Vestmannaeyingar í KFS mættu til leiks sprækir sem lækir. Leikurinn reyndist fjörugur og skoruðu liðin samtals fimm mörk en þau komu öll í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 4-1 fyrir Tindastól sem voru því líka lokatölur.
Meira

Áfram Ísland!

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar nú tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2025 í þessum landsliðsglugga en liðið þarf þrjú stig til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í júlí á næsta ári. Fyrri leikurinn er á Laugardalsvelli í dag kl. 16:15 en þá kemur sterkt landslið Þýskalands í heimsókn. Fyrir islenska liðinu fer Glódís Perla Viggósdóttir sem er einnig fyrirliði stórliðs Bayern Munchen í þýsku Búndeslígunni en Glódís er ættuð frá Skagaströnd.
Meira

Paula Cánovas á Krókinn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hin spænsku Paula Cánovas um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili í Bónus deildinni. Pála er 24 ára gömul, 176 sentimetrar á hæð og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hún er þriðji erlendi leikmaðurinn til að semja við lið Tindastóls síðustu vikuna en áður hefur verið tilkynnt að hin spænska Laura Chahrour og hin bandaríska Shaniya Jones taki slaginn með Stólastúlkum í vetur.
Meira

Fjórða mót Esju mótaraðarinnar var í gær

Í gær fór fram fjórða mót Esju mótaraðarinnar á Hlíðarendavelli og voru aðstæður til spilamennsku ekki góðar á köflum. Það voru samt sem áður 35 einstaklingar sem létu sig hafa það að fara út og spila og allir kláruðu með mis góðum árangri. 
Meira

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum haldið í gær

Barnamót USAH í frjálsum íþróttum var haldið á Blönduóssvelli í gær, þriðjudaginn 9. júlí, og voru þátttakendur alls 76 þar af voru 45 stúlkur og 31 drengur. Yngstu þátttakendurnir voru fæddir árið 2022 og þeir elstu 2014. Allir fengu verðlaunapening og viðurkenningarskjal þar sem árangur þeirra var skráður en keppt var í langstökki, boltakasti, 60m og 400m hlaupi.
Meira

„Stolt af okkar hestum og knöpum,“ segir Unnur Rún

Landsmót hestamanna fór fram í síðustu viku í Víðidalnum í Reykjavík og lauk nú á sunnudaginn. Hestamannafélagið Skagfirðingur sendi að sjálfsögðu keppendur til móts og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Rún Sigurpálsdóttir, annan þjálfara yngri flokka hjá Skagfirðingi, spurði út í hvernig gekk hjá knöpum félagsins og hvort undirbúningur fyrir Landsmót á Hólum 2026 væri hafinn.
Meira